Verður áfram forstjóri Sögu

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Halldór Jóhannsson, stjórnarformaður Sögu fjárfestingarbanka, segir að málefni Þorvalds Lúðvíks Sigurjónssonar, forstjóra Sögu, hafi verið rædd á stjórnarfundi félagsins í gær. Var einróma samþykkt að Þorvaldur Lúðvík myndi gegna starfinu áfram en að leitað yrði til Fjármálaeftirlitsins varðandi hæfi hans.

Þorvaldur Lúðvík er einn þeirra sem hefur verið yfirheyrður í tengslum við rannsókn embættis sérstaks saksóknara á málum tengdum Glitni.

Þorvaldur Lúðvík segir að rannsókn sérstaks saksóknara snúi ekki að þætti Sögu í málinu. Enginn grunur sé uppi um að kaupsamningurinn milli Glitnis og Sögu hafi verið falsaður, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum.

Hann staðfestir að hann hafi réttarstöðu sakbornings, en kveður það vera sér til verndar en ekki merki um að hann sé grunaður um afbrot.

Að sögn Halldórs var það niðurstaða stjórnar Sögu að á þessu stigi og í ljósi heildarhagsmuna bankans þá væri ekki ástæða til þess að Þorvaldur Lúðvík viki úr starfi.

Fjármálaeftirlitið hefur með mat á hæfi stjórnenda fjármálafyrirtækja að gera þannig að stjórn Sögu hefur óskað eftir því að FME fari yfir þetta mál og skoði það. Það er hvort Þorvaldur Lúðvík uppfylli þau skilyrði sem sett eru fyrir forstjóra fjármálafyrirtækis.

Halldór segir að jafnframt hafi verið leitað eftir því við sérstakan saksóknara að rannsókn á þeim hluta Glitnismálsins sem snýr að Stím verði hraðað eins og kostur er.

Frétt viðskiptablaðs Morgunblaðsins um málið í gær:

Saga Fjárfestingarbanki, sem áður hét Saga Capital, fékk aldrei fullnægjandi gögn um Stím hf. frá Glitni þrátt fyrir að eiga að hafa umsjón með félaginu samkvæmt samkomulagi við Glitni. Saga sendi Glitni ítrekaðar beiðnir, sem meðal annars koma fram í gögnum, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, um að þessar upplýsingar yrðu afhentar og aðrir vankantar á Stím lagaðir. Þessum umleitunum Sögu var ekki sinnt og því sótti fjárfestingarbankinn það stíft að Glitnir losaði Sögu við skuldabréf, gefið út af Stími.

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Sögu, segir í samtali við Morgunblaðið að þau viðskipti hafi verið að öllu leyti eðlileg og að rannsókn sérstaks saksóknara snúi ekki að þætti Saga í málinu. Þá sé af og frá, eins og sagt hefur verið í fjölmiðlum, að grunur sé um að kaupsamningurinn hafi verið falsaður.

„Sú hugmynd kemur upp innan Glitnis vegna þess að afrit af samningnum fannst ekki innanhúss hjá þeim. Fjármálaeftirlit og saksóknari vita hins vegar og hafa vitað í nokkurn tíma að samningurinn, sem er til hjá okkur, var og er í lagi,“ segir Þorvaldur.

Samkvæmt upplýsingum frá Sögu var aðkoma bankans að Stími eftirfarandi: Glitnir hafi nálgast Sögu síðari hluta árs 2007 með fjárfestingarmöguleika í Stími. Upphaflega hafi staðið til að Stím ætti hlutabréf í Glitni og FL Group og yrði fjármagnað með lánsfé og eigin fé. Þá átti dreifður hópur fjárfesta að standa að baki félaginu.

Saga skráði sig fyrir hlutafé í Stími að andvirði 125 milljónum króna í nóvember 2007 og keypti í sama mánuði skuldabréf, útgefið af Stími, fyrir einn milljarð króna. Gjalddagi bréfsins var 19. nóvember 2008.

Glitnir óskaði eftir því að Saga hefði umsjón með félaginu, legði því til framkvæmdastjóra og veitti því heimilisfesti. Þá stóð til að Saga yrði eini bankinn í hluthafahópnum, en snemma árs 2008 kom í ljós að félagið var ekki í dreifðri eignaraðild eins og lagt var upp með.

Þorvaldur Lúðvík segir að fljótlega upp úr áramótum 2008 hafi hann farið að fá það á tilfinninguna að skuldabréf Stíms væri ekki eins góð fjárfesting og Glitnir hafði látið vera, en vegna þess að Saga fékk aldrei áðurnefndar upplýsingar gat hann ekki verið handviss.

Snemma árs 2008 lýsti Saga yfir áhuga við Glitni á að selja skuldabréfið á Stím, en það gerist hins vegar ekki fyrr en 18. ágúst 2008 að bréfið er selt fyrir milligöngu Glitnis. Átti greiðsla að fara fram þann 19. nóvember sama ár. Kaupandinn var fagfjárfestasjóður Glitnis, GLB FX. Að sögn Saga flokkast sjóðurinn sem viðurkenndur gagnaðili og var umboð sjóðsstjórans undirritað af meirihluta stjórnar Glitnis sjóða hf.

Leggur Saga á það áherslu að enginn vafi hafi verið uppi um tímasetningu viðskiptanna, hvorki hjá FME né hjá sérstökum saksóknara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Leita eiganda „slagsmálahamsturs“

12:59 Lögreglan á Suðurnesjum greinir frá slagsmálum í bakgarði við heimahús í Keflavík í færslu á Facebook-síðu sinni. Óvenjulegt hafi hins vegar verið að sigurvegarinn hafi borið þann sem undir varð í kjaftinum heim til sín. Meira »

Fjögurra bíla árekstur við Grensásveg

12:51 Fjögurra bíla árekstur varð við Grensásveg og Hæðargarð. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var einn var fluttur á slysadeild Landspítalans eftir að hann missti stjórn á bíl sínum. Meira »

Pétur G. Markan til Biskupsstofu

12:50 Pétur Georg Markan hefur verið ráðinn samskiptastjóri Biskupsstofu. Hann lét nýlega af störfum sem sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Hann hefur störf hjá Biskupsstofu í ágúst. Meira »

Áforma að friðlýsa Goðafoss

12:19 Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um friðlýsingu Goðafoss í Þingeyjarsveit. Greint er frá áformunum á vef Stjórnarráðs og Umhverfisstofnunnar, Goðafoss er er einn af vatnsmestu fossum landsins og vinsæll ferðamannastaður. Meira »

Skúta strand í Skerjafirði

12:08 Björgunarsveitir í Hafnarfirði og Kópavogi voru kallaðar út um ellefu í morgun vegna skútu sem siglt hafði í strand utarlega í Skerjarfirði. Meira »

Mega eiga von á 150 milljóna kröfu

11:08 Flugvél í eigu ALC, sem Isavia hefur haldið á Keflavíkurflugvelli, er nú laus úr haldi. Stefnt er að því að fljúga henni úr landi sem fyrst, helst á morgun. Lögmaður ALC segir Isavia eiga yfir höfði sér skaðabótamál upp á um 150 milljónir króna. Meira »

„Alltaf gleðistund“

10:40 Nýr togari Síldarvinnslunnar hf., Vestmannaey VE, kom til heimahafnar í gær og var haldin athöfn af því tilefni laust eftir hádegi þegar skipið sigldi inn til Eyja í fyrsta sinn. Meira »

Sveigjanlegt kerfi skýrir brottfall

10:34 Mikið brottfall íslenskra námsmanna úr framhaldsskóla- og háskólanámi má að hluta skýra af sveigjanlegu námskerfi. Nemendur geta hætt námi þegar þeim sýnist vitandi að þeir hafi alltaf möguleikann á að byrja aftur síðar, þótt þeir geri það ekki endilega. Meira »

Eiga svefnstað á Laugarnestanga

08:40 Útigangsfólk hefur búið sér svefnstað á Laugarnestanga í Reykjavík og heldur sig þar um nætur. Þessir næturstaðir í borginni hafa reyndar verið fleiri, má þar nefna rjóður við Klambratún, Öskjuhlíðina og Örfirisey. Meira »

Drónar fundu áður óþekktar minjar

07:57 Íslenskir fornleifafræðingar eru nú farnir að nota dróna með góðum árangri við rannsóknir sínar. Rannsókn, sem framkvæmd var sumarið og haustið 2018, leiddi í ljós nokkrar áður óþekktar minjar í Þjórsárdal sem þó er ein mest rannsakaða eyðibyggð hér á landi. Meira »

Lengsta skip sem hingað hefur komið

07:37 Sögulegur viðburður verður á morgun, föstudaginn 19. júlí. Þá kemur til Reykjavíkur í fyrsta sinn farþegaskipið Queen Mary 2. Meira »

Ekið á mann á vespu

07:35 Ekið var á mann á vespu við Fitjatorg í Reykjanesbæ um sjöleytið í morgun. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum slapp sá sem var á vespunni svo gott sem ómeiddur frá óhappinu, en einhverjar skemmdir urðu á vespunni. Meira »

Bjart með köflum og allt að 20 stiga hiti

07:26 Norðaustlæg átt, 5-13 m/s, verður á landinu í dag. Búast má við rigningu á landinu austanverðu, en bjart verður með köflum og þurrt að kalla sunnan- og vestanlands. Hiti verður víða á bilinu 12 til 20 stig, en 8 til 12 stig við austurströndina. Meira »

Handtekinn grunaður um vændiskaup

07:13 Slagsmál og grunur um vændiskaup voru meðal verkefna næturinnar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.  Meira »

Hellisheiði lokað vegna malbikunarframkvæmda

06:13 Lokað hefur verið fyr­ir bílaum­ferð um Hell­is­heiði í átt til vest­urs á milli Hvera­gerðis og af­leggj­ara að Hell­is­heiðar­virkj­un vegna mal­bik­un­ar­fram­kvæmda. Þeirri um­ferð verður beint um Þrengslaveg. Hins veg­ar verður opið fyr­ir um­ferð til aust­urs. Meira »

Orkupakkinn takmörkun á fullveldi

05:30 Yrði þriðji orkupakkinn innleiddur í íslenskan rétt mundi það fela í sér takmörkun á fullveldi þjóðarinnar í raforkumálum. Íslendingar væru að játa sig undir það að raforka, eins og hver önnur vara, flæddi frjáls á milli landa. Meira »

Vonast eftir frumvarpi um jarðakaup í haust

05:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist binda vonir við að frumvarp um jarðakaup útlendinga hér á landi verði tilbúið snemma í haust. Meira »

Kökur til fjármögnunar slysavörnum

05:30 „Slysavarnadeildirnar um allt land fjármagna forvarnarstarfið með því að selja kökur og sjá um erfidrykkjur,“ segir Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnastjóri slysavarna hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, en félagið hefur í sjálfboðavinnu unnið að 170 slysavarnarverkefnum á 34 þéttbýliskjörnum á landinu. Meira »

Ósætti vegna breytinga á endurgreiðslukerfinu

05:30 „Við munum beita okkur af öllum krafti á móti þessu,“ segir Kristinn Þórðarson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, um tillögur að breytingu á lögum um endurgreiðslu ríkisins á kostnaði við kvikmyndagerð hér á landi. „Þetta er ein stór þversögn,“ segir hann. Meira »
Sultukrukkur,minibarflöskur ...
Til sölu...Ca 100 gler krukkur.til sölu. Frekar litlar. Einnig ca 200 smáflösku...
Toyota Yaris 2005 sjálfskiptur kr290.000
Til sölu (for sale) skoðaður Toyota Yaris sjálfskiptur, árg. 2005, ekinn 150.000...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar...