Segja sig frá söluferlinu á Sjóvá eftir of langa bið

Höfuðstöðvar tryggingafélagsins við Kringluna voru komnar í jólabúninginn í gærkvöldi.
Höfuðstöðvar tryggingafélagsins við Kringluna voru komnar í jólabúninginn í gærkvöldi. mbl.is/Árni Sæberg

Fjárfestahópur undir forystu Heiðars Más Guðjónssonar hefur sagt sig frá söluferli Sjóvár. Endanleg sala fyrirtækisins hefur hingað til strandað á stjórnarformanni Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf. (ESÍ), Má Guðmundssyni seðlabankastjóra.

Um nokkurt skeið hefur undirskrift Más verið það eina sem þurft hefur til að ganga endanlega frá sölunni. Sú undirskrift hefur hins vegar ekki ennþá fengist. Í orðsendingu frá fjárfestahópnum segir að Seðlabankanum hafi verið veittur frestur skriflega til 22. október til að staðfesta endanlega afstöðu til kauptilboðsins.

Heimildir Morgunblaðsins herma að þann dag hafi Seðlabankinn haft samband og beðið um 1-2 vikna umþóttunartíma til viðbótar, en engin ákvörðun hafi verið tekin um söluna ennþá. Þolinmæli fjárfestahópsins er því nú á þrotum.

Fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að ásamt Heiðari Má voru í fjárfestahópnum Ársæll Valfells, lektor við HÍ, systkinin Guðmundur og Berglind Jónsbörn sem áður áttu Sjólaskip, Frjálsi lífeyrissjóðurinn auk Stefnis, eignastýringarfyrirtækis Arion banka.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »