Telja vínveitingahús óheppileg fyrir skemmtanir ungmenna

Páll Óskar leikur fyrir dansi á Nasa.
Páll Óskar leikur fyrir dansi á Nasa. mbl.is/Eggert

Heimili og skóli - landssamtök foreldra hafa sent út ályktun þar sem þeir aðilar sem koma að skipulagi skemmtana tryggi að skemmtistaðir með vínveitingaleyfi verði ekki notað fyrir ungmennasamkomur. Eigandi umboðsskrifstofu sem skipulagt hefur slíkar skemmtanir er ósáttur við ályktunina og kallar eftir viðræðum við samtökin.

Stjórn Heimilis og skóla telur að það ekki sæma að halda samkomur ungmenna á stöðum sem innréttaðir eru með börum til vínveitinga og jafnvel með hangandi uppi á veggjum áfengisauglýsingar. „Slíkir staðir eru ætlaðir fullorðnu fólki 20 ára og eldri og geta ekki talist heppilegir samkomustaðir ungmenna.“

Ólafur Geir Jónsson, eigandi agent.is sem skipulagt hefur fjölmarga viðburði undanfarin misseri, þar á meðal skemmtanir fyrir fjórtán ára og eldri, upplifir ályktunina sem árás á sig og sitt fyrirtæki. Hann telur að ef fara eigi eftir henni þurfi einnig að færa böll framhaldsskóla sem í áraraðir hafa verið haldin á vínveitingastöðum á borð við Broadway og Nasa.

Hvað varðar bari og áfengisauglýsingar segir Ólafur Geir: „Allt áfengi er hreinsað út og áfengisauglýsingar annað hvort teknar niður eða svart plast sett yfir þær. Það eru reglur sem við verðum að fylgja til að fá leyfi til að halda slíkar skemmtanir.“ Hann tekur fram að unnið sé í samvinnu við lögreglu, sem sér um gæslu, og barnaverndarnefndir. Engin vandamál hafi komið upp og allir þeir sem að skemmtununum standa hafi lýst yfir ánægju sinni.

Skemmtanir í íþróttahúsum standa ekki undir sér

Í ályktun stjórnar Heimilis og skóla er einnig vísað til þess að nóg sé til af íþróttahúsnæði, félagsheimilum og öðru húsnæði sem henti mun betur undir ungmennasamkomur.  Undir þetta getur Ólafur Geir ekki heldur tekið enda standi skemmtanirnar ekki undir sér ef leigt er undir þær íþróttahús, eða jafnvel annað húsnæði. Koma þurfi upp hljóðkerfi og ljósakerfi sem geti kostað gríðarlega mikið. Á Broadway og Nasa sé þetta hins vegar til staðar.

Auk þess að benda á að framhaldsskólaböll hafi hingað til verið haldin á Nasa og Broadway án þess að foreldrasamtök geri sig gildandi segir Ólafur Geir að á fjölmennu knattspyrnumóti ungmenna sem haldið var í Reykjavík í sumar - og árlega - hafi lokaballið verið haldið á Broadway. Þá hafi foreldrasamtök ekkert sagt en ályktað nokkrum dögum síðar þegar fyrirtæki hans hélt ball á sama stað. Gæta verði jafnræðis í gagnrýni þegar að þessu kemur.

Ólafur Geir segir að endingu að engin ungmennaböll séu framundan enda stoði það ekkert á meðan þau séu haldin í óþökk við foreldrasamtök. Hann sé tilbúinn til að setjast niður og ræða hvað bæta þurfi til að samtökin sættist á skemmtanahaldið en beinir því einnig til þeirra að beina spjótum sínum í framhaldinu að framhaldsskólum landsins.

Ólafur Geir Jónsson.
Ólafur Geir Jónsson. mbl.is/Þorkell
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Óvissustigi lýst yfir suðvestanlands

15:28 Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en gul viðvör­un gild­ir fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið, Suður­land og Faxa­flóa í dag. Meira »

Eldaði fyrir Bayern München

14:00 Það er ekki hver sem er sem fær að elda ofan í þýska fótboltaliðið Bayern München. Það fékk þó íslensk-þýski kokkurinn Daníel Rittweger að gera eftir að hafa sigrað í matreiðslukeppni. Daníel, sem útskrifaðist í síðustu viku úr náminu, starfar nú á sínum öðrum Michelin-stjörnu-veitingastað. Meira »

Siðmennt styður bann við umskurði drengja

13:47 Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hvetur Alþingi til þess að samþykkja frumvarp um bann við umskurði drengja. Meira »

Viðvörun gildir fyrir allt landið

13:28 Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir allt landið á miðvikudag en spáin í dag gerir ráð fyrir suðaustanstormi og er spáð að það fari í 35 metra á sekúndu í hviðum á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum. Meira »

Gullleitarmaðurinn Eldur

12:14 Nafnið passar vel við þennan unga mann; Eldur Ólafsson er jarðfræðingur með brennandi áhuga á auðlindum og viðskiptum. Eftir jarðhitavinnu í Kína beinir Eldur nú sjónum að Grænlandi. Þar er fókusinn á gullgreftri. Meira »

Spáð 35 m/s í hviðum

12:12 Veðrið er farið að versna en það hvessir af austri síðdegis í dag með snjókomu og skafrenningi á fjallvegum sunnan- og suðvestanlands en rigningu á láglendi. Meira »

„Langar ekki að svara þessum spurningum“

11:38 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það sé öllum þingmönnum hollt að gera ráð fyrir að allt sem þeir gera sé opinbert. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli hans í Silfrinu á Rúv í dag þar sem hann var gestur ásamt þremur öðrum þingmönnum. Meira »

Akstursreikningar yfirfarnir af fjármálaskrifstofu

11:51 Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að allir reikningar sem þingmenn skili í þingið séu yfirfarnir af fjármálaskrifstofu þingsins til samþykktar eða synjunar og ef þeir eru samþykktir fá þingmenn greitt. Aksturpeningar voru ræddir á Sprengisandi í morgun. Meira »

Útboð á færslu Hamraneslína úr byggð

11:06 Landsnet hefur auglýst útboð á fyrsta áfanga við færslu Hamraneslína úr byggð í Hafnarfirði. Ásamt færslu Ísallína frá íbúðabyggð. Meira »

Dregur úr skjálftavirkni við Grímsey

10:51 Heldur hefur dregið úr skjálftavirkni við Grímsey síðasta hálfa sólarhring. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa mælst um 170 skjálftar á svæðinu það sem af er degi. Á síma tíma í gær höfðu um 400 skjálftar mælst á svæðinu. Meira »

Leggst gegn því að umskurður verði refsiverður

09:28 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, leggst gegn því að umskurn á drengjum verði gerð refsiverð með breytingum á hegningarlögum. Hún segir að hætta sé á að gyðingdómur og íslam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum og einstaklingar sem aðhyllast þau verði bannaðir hér á landi eða óvelkomnir. Meira »

Lokuðu skemmtistað

08:55 Skemmtistað í efri byggðum Reykjavíkur var lokað í nótt þar sem nokkrir gesta staðarins voru undir aldri. Þetta ekki í fyrsta skipti sem lögregla grípur til þessara aðgerða gagnvart umræddum stað, segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en mikill erill var í nótt og fangageymslur nánast fullar.   Meira »

Stefnir í góðan dag í Hlíðarfjalli

08:44 Forsvarsmenn skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli segja að það stefni í góðan dag í fjallinu en um tvö þúsund manns voru á skíðum þar í gær. Lokað verður í Bláfjöllum en opið í Skálafelli. Meira »

„Ég man ekki hvernig hann hlær“

08:07 Hann er sextán ára gamall þegar hann byrjaði að fikta við kannabis með vinum sínum. Hann er á þrítugsaldri í dag og hefur verið í mikilli neyslu undanfarin ár en átt mjög góð tímabil á milli. Móðir segir hann ekki sama mann og hann var og gleðin sé horfin. Hún muni ekki lengur hvernig hlátur hans hljómi. Meira »

Eldur kviknaði í Straumsvík

06:51 Eldur kviknaði í köplum í álverinu í Straumsvík í nótt. Slökkvilið álversins slökkti eldinn en slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er með reykkafara á svæðinu sem eru að kanna hvort nokkurs staðar leynist glóð. Meira »

Hálka og þæfingur

08:14 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum. Þæfingur er austan við Hellu að Ásmundarstöðum. Skafrenningur og éljagangur er á Hellisheiði og Sandskeiði. Meira »

66 ára og líður ekki degi eldri en 39 ára

07:30 Birna Guðmundsdóttir hefur stundað íþróttir allt sitt líf og helgað íþróttakennslu krafta sína. Árið 2014 hætti hún kennslu í Flataskóla sökum aldurs. Nú þjálfar Birna ýmsa líkamsræktarhópa allt frá ungbörnum til fullorðinna í Mýrinni og Sjálandslaug. Meira »

Skafrenningur á Hellisheiði

06:44 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum. Skafrenningur og éljagangur er á Hellisheiði og Sandskeiði. Meira »
VÖNDUÐ OG VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Antik bollar, kaffikanna og sykurkar
Til sölu ónotað fallegt 6 manna bollastell með gyllingu. Verð 15000 kr. Uppl í ...
3 sófaborð úr massífum við
Til sölu 3 sófaborð úr massífum við, bæði lítil og stærri. Seljast ódýrt. Egger...
LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta/lúgu stigar, 68x85 og 55x113, smíðum líka eftir máli. Álst...
 
Skipulagsbreytingar
Tilkynningar
Skipulagsbreytingar á Fljótsdalshéra...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...