Telja vínveitingahús óheppileg fyrir skemmtanir ungmenna

Páll Óskar leikur fyrir dansi á Nasa.
Páll Óskar leikur fyrir dansi á Nasa. mbl.is/Eggert

Heimili og skóli - landssamtök foreldra hafa sent út ályktun þar sem þeir aðilar sem koma að skipulagi skemmtana tryggi að skemmtistaðir með vínveitingaleyfi verði ekki notað fyrir ungmennasamkomur. Eigandi umboðsskrifstofu sem skipulagt hefur slíkar skemmtanir er ósáttur við ályktunina og kallar eftir viðræðum við samtökin.

Stjórn Heimilis og skóla telur að það ekki sæma að halda samkomur ungmenna á stöðum sem innréttaðir eru með börum til vínveitinga og jafnvel með hangandi uppi á veggjum áfengisauglýsingar. „Slíkir staðir eru ætlaðir fullorðnu fólki 20 ára og eldri og geta ekki talist heppilegir samkomustaðir ungmenna.“

Ólafur Geir Jónsson, eigandi agent.is sem skipulagt hefur fjölmarga viðburði undanfarin misseri, þar á meðal skemmtanir fyrir fjórtán ára og eldri, upplifir ályktunina sem árás á sig og sitt fyrirtæki. Hann telur að ef fara eigi eftir henni þurfi einnig að færa böll framhaldsskóla sem í áraraðir hafa verið haldin á vínveitingastöðum á borð við Broadway og Nasa.

Hvað varðar bari og áfengisauglýsingar segir Ólafur Geir: „Allt áfengi er hreinsað út og áfengisauglýsingar annað hvort teknar niður eða svart plast sett yfir þær. Það eru reglur sem við verðum að fylgja til að fá leyfi til að halda slíkar skemmtanir.“ Hann tekur fram að unnið sé í samvinnu við lögreglu, sem sér um gæslu, og barnaverndarnefndir. Engin vandamál hafi komið upp og allir þeir sem að skemmtununum standa hafi lýst yfir ánægju sinni.

Skemmtanir í íþróttahúsum standa ekki undir sér

Í ályktun stjórnar Heimilis og skóla er einnig vísað til þess að nóg sé til af íþróttahúsnæði, félagsheimilum og öðru húsnæði sem henti mun betur undir ungmennasamkomur.  Undir þetta getur Ólafur Geir ekki heldur tekið enda standi skemmtanirnar ekki undir sér ef leigt er undir þær íþróttahús, eða jafnvel annað húsnæði. Koma þurfi upp hljóðkerfi og ljósakerfi sem geti kostað gríðarlega mikið. Á Broadway og Nasa sé þetta hins vegar til staðar.

Auk þess að benda á að framhaldsskólaböll hafi hingað til verið haldin á Nasa og Broadway án þess að foreldrasamtök geri sig gildandi segir Ólafur Geir að á fjölmennu knattspyrnumóti ungmenna sem haldið var í Reykjavík í sumar - og árlega - hafi lokaballið verið haldið á Broadway. Þá hafi foreldrasamtök ekkert sagt en ályktað nokkrum dögum síðar þegar fyrirtæki hans hélt ball á sama stað. Gæta verði jafnræðis í gagnrýni þegar að þessu kemur.

Ólafur Geir segir að endingu að engin ungmennaböll séu framundan enda stoði það ekkert á meðan þau séu haldin í óþökk við foreldrasamtök. Hann sé tilbúinn til að setjast niður og ræða hvað bæta þurfi til að samtökin sættist á skemmtanahaldið en beinir því einnig til þeirra að beina spjótum sínum í framhaldinu að framhaldsskólum landsins.

Ólafur Geir Jónsson.
Ólafur Geir Jónsson. mbl.is/Þorkell
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fjórfaldur lottópottur næst

09:16 Lottópotturinn verður fjórfaldur í næstu viku þar sem enginn var með allar aðaltölurnar réttar þegar dregið var í lottóinu í gærkvöld en potturinn var þá 26,8 milljónir. Meira »

Líkur á síðdegisskúrum í dag

07:37 Fram kemur á vef Veðurstofunnar að lægðarsvæði sé fyrir suðaustan og austan landið og fyrir vikið norðaustlæg átt á landinu, 3-10 metrar á sekúndu. Meira »

Vildi ekki yfirgefa lögreglustöðina

07:15 Meðal þeirra verkefna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að sinna í gærkvöldi og nótt var tilkynning um konu í annarlegu ástandi sem væri að reyna að saga tré við Norðurbrún í Reykjavík en konan mun ekki vera eigandi trésins. Meira »

Tilnefnd til verðlauna Chatham House

Í gær, 23:05 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er tilnefnd til verðlauna bresku hugveitunnar Chatham House árið 2019, en tilnefningarnar voru opinberaðar í gær. Þar er hún ekki í slæmum félagsskap, en ásamt henni eru þeir tilnefndir Sir David Attenborough, sjónvarpslíffræðingurinn heimsþekkti og Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu. Meira »

Skorað á sjálfstæðismenn að kjósa annað

Í gær, 22:59 „Staðreyndin er sú að það kann ekki góðri lukku að stýra þegar þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fer allur sem einn á bak við mál, sem fyrst og fremst á stuðning meðal Samfylkingarflokkanna, og er að auki í andstöðu við vilja landsfundar.“ Meira »

Yfir sex hundruð tegundir

Í gær, 20:45 Hjónin Sigurður Þórðarson og Sigrún Andrésdóttir hófu búskap fyrir hálfri öld í húsi á Markarflöt í Garðabæ. Þau byrjuðu fljótt að vinna í garðinum, sem er í dag sannkölluð paradís. Meira »

Stekkur ekki úr sófanum á Laugaveginn

Í gær, 20:00 „Maður stendur ekki bara upp úr sófanum og segist ætla að hlaupa Laugaveginn,“ segir Lilja Ágústa Guðmundsdóttir. Hún varð um síðustu helgi fyrsta konan í aldursflokknum 70 ára og eldri til að klára Laugavegshlaupið en Lilja er 71 árs. Meira »

DV fékk ekki leyfi fyrir umsátri

Í gær, 19:40 Blaðamenn DV fengu ekki leyfi til að sitja fyrir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem afplánar á áfangaheimilinu Vernd, í því skyni að ná af honum viðtali líkt og reglugerðir gera ráð fyrir. Þetta staðfestir fangelsismálastjóri. Meira »

Fagnaðarfundir í nýjum hjólabrettagarði

Í gær, 18:25 Júlíus og Jón léku listir sínar í hjólabrettagarðinum nýja á Miðbakka í gær. Þeir fengu sér hressingu á nýjum matarmarkaði en þá greindi á um hvaða drykkur skyldi verða fyrir valinu. Meira »

Bandaríkjaher ræðst í útboð fljótlega

Í gær, 18:14 Bandaríkjaher hefur tilkynnt um fyrirhugað útboð á hönnun og framkvæmdum við þau mannvirki sem herinn hyggst reisa á Keflavíkurflugvelli. Kostnaðaráætlunin nemur 6,2 milljörðum króna. Meira »

GRÓ sótti göngumann á Fimmvörðuháls

Í gær, 17:59 Ný þyrla Landhelgisgæslu Íslands, TF-GRÓ, fór í sitt fyrsta útkall í dag er hún sótti slasaðan göngumann á Fimmvörðuháls. Maðurinn var staddur ofarlega á Morinsheiði ofan Þórmerkur og var ekki alvarlega slasaður. Meira »

Youtube Premium opnar á Íslandi

Í gær, 17:12 Viðbótarþjónusta myndbandsveitunnar Youtube, Youtube Premium, er nú aðgengileg notendum hennar á Íslandi. Þetta tilkynnti vefrisinn Google í vikunni, en Ísland er eitt þrettán nýrra landa sem fá nú aðgang að þjónustunni. Meira »

Horfurnar góðar fyrir hvítfiskinn

Í gær, 17:10 Heilt á litið hefur þróun sölumagns og verðs verið í rétta átt fyrir íslenskan þorsk, ýsu og ufsa. Þetta segir Anna Björk Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Sea Data Center. Samsetning útflutningsins virðist þó vera að taka breytingum og orðið aukning í útflutningi á heilum fiski til verkunar á svæðum þar sem launakostnaður er lægri. Meira »

Fimm lentu í umferðaróhappi

Í gær, 16:41 Umferðaróhapp átti sér stað á Reykjanesbraut eftir hádegi í dag þegar fólksbíll fór út af veginum í námunda við afleggjarann inn á Grindavíkurveg. Meira »

Skjálftahrina í Torfajökli

Í gær, 16:35 Jarðskjálfti, 3,3 að stærð, mældist í Torfajökli í dag kl. 14:15. Skjálftahrina hefur staðið yfir á svæðinu frá því í nótt.  Meira »

„Auðvitað erum við óánægð“

Í gær, 16:24 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við mbl.is að vitanlega sé hann ekki ánægður með niðurstöður nýjustu skoðanakönnunar MMR um fylgi stjórnmálaflokka. Segir hann að orkupakkamálið hafi reynst erfitt. Meira »

Sækja göngumann á Morinsheiði

Í gær, 16:18 Björgunarsveitir á Suðurlandi eru nú á leið upp á Morinsheiði á gönguleiðinni yfir Fimmvörðuháls, þar sem maður er slasaður á fæti. Það gæti þurft að bera hann niður. Meira »

Gómsætt íslenskt grænmeti til sölu

Í gær, 15:26 „Þetta er allt íslenskt grænmeti og beint frá bændum,“ segir Jón Jóhannsson staðarhaldari á Mosskógum í Mosfellsdal. Kartöflur, gulrætur, blómkál, brokkolí, vorlaukur, laukur, spínatkál og sinnepskál er á meðal þess sem til sölu er. Meira »

Enginn í sveitinni að spá í hræin

Í gær, 14:40 Í námunda við grindhvalahræin í Löngufjörum eru menn lítið að spá í þau. Menn eru frekar að spá í heyskap og búskap. Staðurinn sem hræin eru á er svo fáfarinn að lítil þörf er á að grafa þau, telur bóndi. Meira »
Sultukrukkur, minibarflöskur...
Til sölu ..Ca 100 gler krukkur til sölu..Frekar litlar... Einnig ca 200 smáflös...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Eldhússtólar
Til sölu 6 stk eldhússtólar, hvítir á stálfótum. Vel útlítandi. Verð kr 2500 st...