Bandaríkjamenn vilja ræða hvalveiðar Íslendinga

Hvalveiðiskip Hvals hf. í Reykjavíkurhöfn.
Hvalveiðiskip Hvals hf. í Reykjavíkurhöfn. mbl.is/Ómar

Ráðherra viðskiptamála í Bandaríkjunum, Gary Locke, hefur sent Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, bréf þar sem hann gagnrýnir hvalveiðar Íslendinga.

Locke segir ekki vera markað fyrir afurðirnar og veiðarnar því óþarfar. En hann segist einnig vonast eftir frekari viðræðum um hvalveiðarnar.

Þess má geta að vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins, IWC, álítur veiðar Íslendinga sjálfbærar og hefur fallist á að þeir veiði allt að 153 langreyðar á ári.

Jón Bjarnason segir um markaðsmálin að þau séu ekki viðfangsefni ráðuneytisins heldur þeirra sem veiði hvalina. „En af okkar hálfu erum við alveg tilbúin að skiptast á skoðunum við bandarísk stjórnvöld um þessi mál og munum að sjálfsögðu svara þessu bréfi,“ segir Jón.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »