Ábyrðarmaður gæti átt endurkröfurétt

Ásta S. Helgadóttir, umboðsmaður skuldara.
Ásta S. Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. mbl.is/Árni Sæberg

Umboðsmaður skuldara segir, að falli ábyrgð á lánum ekki niður samhliða samningi um greiðsluaðlögun geti ábyrgðarmaður átt endurkröfurétt á þann skuldara sem fékk greiðsluaðlögun.

Það geti síðan leitt til þess að skuldari fari í gjaldþrot og sé greiðsluaðlögunin þá fyrir bí. Fái ábyrgðarmaður ekkert upp í kröfu sína geti hann jafnframt þurft að leita eftir greiðsluaðlögun.

„Sæki fjármálafyrirtæki það hart að ganga að ábyrgðarmönnum, getur skuldavandi heimilanna aukist margfalt. Því er það afar mikilvægt að ná samkomulagi við fjármálafyrirtæki um að þeir muni ekki ganga að kröfuhöfum," segir á heimasíðu umboðsmanns skuldara í tilefni af dómi Hæstaréttar í gær um að kröfuhöfum sé heimilt að ganga að ábyrgðarmönnum einstaklinga sem gengist hafa undir nauðasamning til greiðsluaðlögunar.

Heimasíða umboðsmanns skuldara

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert