Um 10.000 vafaatkvæði

Kjörsókn um helgina var 36% sem þykir mjög lítið á …
Kjörsókn um helgina var 36% sem þykir mjög lítið á íslenskan mælikvarða. mbl.is/Ernir

Vafaatkvæði í kosningunum til stjórnlagaþings voru fleiri en búist var við, eða um það bil 10.000. Það eru um 13-14% allra greiddra atkvæða. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. Úrslit kosninganna liggja í fyrsta lagi fyrir á morgun.

Ástráður Haraldsson, formaður landskjörstjórnar, sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag að unnið væri að því að fara yfir vafaatkvæðin. Ferlið væri seinlegt. „Þetta ferli hefur tekið lengri tíma heldur en við gerðum ráð fyrir og stendur ennþá yfir.“

Sem dæmi megi nefna þá geti atkvæði verið illlæsileg, sama númerið geti komið fyrir tvisvar eða þá að það vanti tölur inn á seðilinn. „Það er því ekki rétt að tala um ógild atkvæði. Atkvæði getur verið ógilt að hluta,“ segir Ástráður.

mbl.is