10 milljarðar til sveitarfélaga

Frá Alþingi.
Frá Alþingi.

Fjármálaráðherra hefur lagt fram svonefndan bandorm á Alþingi þar sem lagt er til að gerðar verði ýmsar breytingar á lögum um skatta og gjöld. Meðal annars er lagt til að tekjuskatthlutfall verði lækkað um 1,2% og útsvar hækki um 1,2%. Með þessu móti verði færðir 10,2 milljarðar frá ríki til sveitarfélaga vegna yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.

Í frumvarpinu eru einnig ákvæði um skattaleg úrræði fyrir fyrirtæki, annars vegar vegna skattalegrar meðferðar á eftirgjöf skulda og hins vegar vegna heimildar til greiðsluuppgjörs á gjaldföllnum skattaskuldum frá fyrri árum.

Þá eru lagðar til breytingar á lögum um nýsköpunarfyrirtæki til frekari eflingar þeirri starfsemi, auk niðurfellingar hlutabréfaafsláttar. Skattrannsóknarstjóri fær heimild til að einfalda og hraða málsmeðferð gagnvart aðilum sem eru til rannsóknar.

Loks eru lagðar til nokkrar breytingar sem eru tilkomnar vegna athugasemda frá Eftirlitsstofnun EFTA, tilkomu umhverfisvænna orkugjafa og framlengingar á niðurfellingu stimpilgjalds vegna skilmálabreytinga lána hjá fólki í greiðsluerfiðleikum.

Frumvarpið í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina