Fleiri olíufélög hækka verð

Bæði N1 og Olís hafa hækkað verð á eldsneyti en Skeljungur reið á vaðið í morgun og hækkaði verð á eldsneytislítra um 5 krónur. 

Verð á bensíni og dísilolíu er nú 201,70 krónur hjá Olís og N1. Hjá Skeljungi kostar bensínlítrinn 203,90 krónur og dísilolían 203,70 krónur.

Hvorki Orkan né Atlantsolía hafa hækkað verð. Hjá Orkunni kostar eldsneyti 196,50 krónur og 0,10 krónum meira hjá Atlantsolíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina