Miklabraut lokuð vegna slyss

Frá vettvangi í kvöld.
Frá vettvangi í kvöld.

Ekið var á gangandi vegfaranda á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar fyrir stundu. Vegfarandinn reyndist ekki jafn illa slasaður og talið var í fyrstu, en lögregla og sjúkraflutningamenn eru enn að störfum á vettvangi. Götum hefur verið lokað í allar áttir frá slysstað, og hafa nokkrar tafir orðið á umferð vegna þessa.

Að sögn sjónarvotta kastaðist vegfarandinn nokkra leið við árkesturinn.

Loka