Mikil óvissa í Stjórnarráðinu

Fundir um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna standa fram eftir degi …
Fundir um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna standa fram eftir degi í stjórnarráðinu.

Enn er uppi mikil óvissa um hvort niðurstaða næst í dag í viðræðum lífeyrissjóða og ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í skuldamálum heimila. Forsvarsmenn sjóðanna eru nú á fundi með fjórum ráðherrum sem hófst kl 15.

Á fjölmennum fundi stjórnenda lífeyrissjóða í gær komu fram ákveðnar óskir sem forsvarsmenn sjóðanna lögðu fyrir ráðherrana á fundinum í dag. Enn hafa ekki fengist skýr svör ríkisstjórnarinnar við þessum óskum samkvæmt heimildum mbl.is

Fyrir fund lífeyrissjóðanna með ráðherrunum fóru bankastjórar viðskiptabankanna yfir stöðuna á fundi með ráðherrunum eftir hádegi.

Ráðherrarnir sem sitja fundinn með fulltrúum lífeyrissjóðanna eru Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, og Ögmundur Jónarsson dómsmála- og samgönguráðherra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert