Samfylkingin biðst afsökunar

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á flokkstjórnarfundinum í dag
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á flokkstjórnarfundinum í dag Eggert Jóhannesson

Samfylkingin biður þjóðina afsökunar á mistökum sínum í aðdraganda hrunsins. Þau mistök fólust m.a. í því að taka ekki nægjanlegt mark á viðvörunarorðum um veika stöðu bankakerfisins og að setja ekki ríkisstjórnarsamstarfinu nógu ströng skilyrði um nauðsynlegar aðgerðir.  Þetta segir í ályktun sem samþykkt var á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar nú síðdegis.

Það er einarður ásetningur Samfylkingarinnar að læra af því sem aflaga hefur farið á undanförnum árum; í stjórnmálum, stjórnsýslu og umgjörð fjármálakerfisins og sækja fram reynslunni ríkari, samkvæmt ályktuninni. Samfylkingin mun gera allt sem í hennar valdi stendur til ná fram nauðsynlegum breytingum á viðhorfum og vinnubrögðum í stjórnmálum og stjórnsýslu og endurreisa þannig traust í samfélaginu.  Þá heitir Samfylkingin því einnig að vinna ötullega að því að endurskoða eigin starfshætti.  

„Mikið hefur verið gert til að greina og rekja atburðarrás áranna 2007 og 2008 og hlut einstaklinga sem að málum komu í aðdraganda hrunsins. Þegar til framtíðar er litið skiptir meira máli að skilja hvað brást í skipulagi stofnana, regluverki og lögum samfélagsins, en ekki síður starfsemi stjórnmálaflokka. Þar hefur Samfylkingin tekið frumkvæði og axlað ábyrgð með úrbótum. Tillögur umbótanefndarinnar sem lagðar eru fram til umræðu meðal flokksmanna eru tímamót í þeirri vinnu.“ Samkvæmt ályktuninni fólst ábyrgð Samfylkingarinnar meðal annars í: 

  • Að taka ekki nægilegt mark á viðvörunarorðum um veika stöðu bankakerfisins.
  • Að vinna ekki nægilega markvisst að því að greina stöðu bankanna og undirbúa aðgerðir til draga úr óhjákvæmilegu tjóni vegna veikrar stöðu þeirra.
  • Að tryggja ekki gegnum skýrt skipulag flokksins að nægilegt upplýsingastreymi og samráð sé á hverjum tíma meðal ráðherra flokksins, þingflokks, flokksstofnana og almennra flokksmanna.
  • Að setja ekki ríkisstjórnarsamstarfinu nægilega ströng skilyrði um nauðsynlegar aðgerðir.
  • Að láta hjá líða að setja reglur um takmarkanir á fjárframlögum og styrkjum til frambjóðenda í fjölda opinna prófkjara, þvert á langvinna baráttu flokksins fyrir skýrum reglum um fjármál stjórnmálaflokka og frambjóðenda.

„Samfylkingin viðurkennir ábyrgð sína í þessum efnum. Biður hún íslensku þjóðina afsökunar á þeim mistökum sem hún ber ábyrgð á í aðdraganda hrunsins. Jafnframt heitir Samfylkingin því að hlusta með opnum hug á gagnrýni og takast á við umbætur á skipulagi, starfsháttum og stefnu flokksins til að koma í veg fyrir að sambærileg mistök endurtaki sig,“ segir í ályktuninni. 

Frá fundi flokkstjórnar Samfylkingarinnar í dag
Frá fundi flokkstjórnar Samfylkingarinnar í dag mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Innlent »

Benedikt og Frú Ragnheiður verðlaunuð

15:38 Uppreisnarverðlaunin voru veitt í fyrsta skipti til viðurkenningar á markverðu og óeigingjörnu starfi í þágu frjálslyndis og almannahagsmuna. Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, veitir verðlaunin sem þakklætisvott í garð þeirra sem skarað hafa fram úr á framangreindum sviðum Meira »

Bíll valt í Norðurá

15:24 Tveir ferðamenn voru fluttir á slysadeild á Akureyri í hádeginu eftir að bíll þeirra valt í Norðurá í Skagafirði. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki eru þeir ekki alvarlega slasaðir. Meira »

Frekari fregnir væntanlegar á morgun

13:44 Forsvarsmenn United Silicon fara nú yfir gögn en heimild til greiðslustöðvunar fyrirtækisins rennur út á morgun. Karen Kjartansdóttir, talsmaður fyrirtækisins, sagði að frekari fregnir væru væntanlegar á morgun en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Meira »

Segir grein Frosta rökleysu

12:54 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, segir að borgarlína sé vitrænn háttur til að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Hún gagnrýndi grein Frosta Sigurjónssonar, fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins, um borgarlínu. Meira »

Telur að hann eigi að fara út úr fjölmiðlum

12:01 Eyþór Arnalds sem sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist telja rétt að hann losi sig út úr fjölmiðlarekstri ef hann verður kjörinn borgarfulltrúi. Meira »

Banaslys á Arnarnesvegi

11:50 Ungur maður lést í bílslysi á Arnarnesvegi um hálfþrjú í nótt, samkvæmt upplýsingum frá aðalvarðstjóra í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Skora á þingmenn

11:02 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir vonbrigðum með að ekki sé tryggt fjármagn á árinu 2018 við áframhaldandi framkvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Bókun þess efnis var samþykkt einróma á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Meira »

Borgarlína og spítali

11:13 Borgarlínan var mál málanna í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hilmar Þór Björnsson arkitekt fjallaði meðal annars um borgarlínuna, samgöngumál og þéttingu byggða. Jafnframt var spítalinn til umræðu. Meira »

Búið af aflétta óvissustigi

10:52 Óvissustigi var aflýst í Ólafsfjarðarmúla klukkan átta í morgun og búið er að opna Siglufjarðarveg.   Meira »

Ákvörðun um framboð tekin fljótlega

10:28 Á Sósíalistaþingi í gær var rætt um mögulegt framboð flokksins til sveitastjórna í vor. Mikill fjöldi fundarmanna tók til máls á fundinum, segir í frétt á vef flokksins. Samþykkt var að boða fljótlega til félagsfundar þar sem ákvörðun yrði tekin um framboð til sveitastjórna. Meira »

Slær í 35-40 m/s í hviðum

09:24 Síðdegis í dag verður snjófjúk s.s. á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Kjalarnesi. Undir Eyjafjöllum er spáð austanstormi frá klukkan 17 í dag og í hviðum fer vindhraðinn í allt að 35-40 m/s. Þar verður hvassast í kvöld. Í Öræfum við Sandfell skellur óveðrið á um klukkan 15, segir á vef Vegagerðarinnar. Meira »

49 greind með RS-veirusýkingu

09:00 Alls haf 49 verið greindir með RS-veirusýkingu á veirufræðideild Landspítalans á fyrstu tveimur vikum ársins. Í síðustu viku voru 29 greindir með RV en þar af voru 15 börn á fyrsta og öðru ári. Meira »

Fangageymslur fullar

08:44 Nóg hefur verið að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Flestir eru vistaðir vegna ölvunar/annarlegs ástands. Meira »

Óveður á leiðinni

07:08 Spáð er staðbundnu óveðri síðdegis syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austanstorm eða jafnvel rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður verður annars staðar á landinu í dag. Hvessir með úrkomu víða um land á morgun. Meira »

Spá staðbundnu óveðri

Í gær, 22:36 Spáð er staðbundnu óveðri eftir hádegi á morgun syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austanstorm eða -rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður verður annars staðar á landinu. Meira »

Snjónum fagnað á skíðasvæðum

08:20 Börn og unglingar fá frítt í allar lyftur í Hlíðarfjalli í dag að tilefni þess að alþjóðaskíðasambandið stendur fyrir degi sem nefnist Snjór um víða veröld. Meira »

Mjög alvarlegt slys í nótt

06:48 Mjög alvarlegt umferðarslys varð á Arnarnesvegi við Reykjanesbraut í nótt, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Eins og rússnesk rúlletta

Í gær, 22:00 „Það er þyngra en tárum taki að baráttunni um betri vegasamgöngur frá Reykjanesbæ um Reykjanesbraut sé enn ekki lokið,“ segir Þórólfur Júlían Dagsson, stjórnarmaður Pírata á Suðurnesjum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
START/BYRJA: 2018: 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6 - (HOLIDAY/FRÍ: 18/7-21/8) 3...
Leikjavefurinn Snilld - www.snilld.is
www.snilld.is - Frábært úrval af leikjum á leikjavefnum Snilld. Skelltu þér in...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
 
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...