Stuðningsmenn níumenninganna boða aðgerðir

Fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur er mál níumenninganna var þingfest
Fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur er mál níumenninganna var þingfest mbl.is/Jakob Fannar

Nú um helgina verður hrint af stað ljósmyndaverkefni þar sem fólki gefst kostur á að lýsa yfir stuðningi við níumenningana með því að sitja fyrir á myndum með skilti sem á er ritað þeirra eigin stuðningsyfirlýsing.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu en níumenningarnir eru ákærðir fyrir árás á Alþingi Íslands

Myndatakan fer fram á á Kjarvalsstöðum milli kl.14 og 17 á morgun eða á Hressó mánudagskvöldið 6.desember frá 19-21. 

Þann 8.desember næstkomandi verður svo blásið til samstöðuaðgerða á þingpöllum Alþingis við Austurvöll, samkvæmt fréttatilkynningu en þann dag eru tvö ár liðin frá því níumenningarnir mótmæltu á þingpöllum Alþingis. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert