Stjórnlagaþing til Hæstaréttar?

Vigdís Hauksdóttir
Vigdís Hauksdóttir

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, sagði á Alþingi í dag að Hæstiréttur verði að skera úr um hvort fjórtán stjórnlagaþingmenn hafi fengið kjörbréf sitt löglega. Í því samhengi benti hún á að aðeins ellefu frambjóðendur hefðu náð þar til gerðum sætishlut.

Vigdís las upp úr greinargerð með frumvarpi til laga um stjórnalagaþing en þar segir: "þarf að ná til að ná kjöri. Við útreikning á sætishlut er beitt svonefndri Droops-aðferð en hún er kennd við nítjándu aldar Englendinginn Henry Richmond Droop. Hugsunin að baki sætishlut Droops er sú að aldrei geti fleiri frambjóðendur komist í senn yfir þennan þröskuld en svarar til tölu þingsæta."

Í kjölfarið benti hún á að aðeins ellefu frambjóðendur hefðu hlotið yfir 3.167 atkvæði, sem sé umræddur sætishlutur. Þá sagði hún að fulltrúar landskjörstjórnar hefðu komið á fund allsherjarnefndar í morgun að beiðni hennar, og þeir hafi fallist á málflutninginn.

Vigdís sagði málið í mikilli óvissu og þar sem landskjörstjórn virðist hafa sést yfir þetta atriði væri það Hæstaréttar að skera úr um það. Orðrétt sagði hún: „Það verður að fá þetta mál á hreint með því að kæra það til Hæstaréttar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina