Björgunarsveitir sækja slasaðan mann

Björgunarsveitarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.
Björgunarsveitarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vesturlandi og Dölum voru kallaðar út nú fyrir skömmu vegna manns sem er slasaður í Banagili.
 Maðurinn, sem var á ferð með félaga sínum, rann til á íshellu og féll þannig að hann slasaðist. Talið er að hann sé fótbrotinn.
 
Mikil ísing er á svæðinu svo það er erfitt yfirferðar en sá slasaði er um 1,5 km inn í gilinu sem er fyrir ofan Bröttubrekku. Búist er við að bera þurfi hann niður á veg þar sem hægt er að koma honum í bíl.
 
Veður er þokkalegt, kalt en stillt, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu.

Uppfært kl. 16.46

Mennirnir munu hafa verið við ísklifur í Banagili. Verið var að bera manninn niður í bíl laust eftir klukkan 16.00 í dag, að sögn lögreglunnar í Borgarnesi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert