Frumvarp um hægri beygju á rauðu ljósi

Á rauðu ljósi
Á rauðu ljósi

Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins og einn þingmaður Samfylkingarinnar hafa lagt fram frumvarp til laga á Alþingi um að ökumanni sem hyggst beygja til hægri við gatnamót á umferðarljósum er heimilt að beygja á móti rauðu ljósi nema sérstaklega sé tekið fram að það sé óheimilt. 

Flutningsmenn tillögunnar eru þeir Árni Johnsen, Björgvin G. Sigurðsson, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Pétur H. Blöndal og Sigurður Kári Kristjánsson. Segir í greinargerð með frumvarpinu að það hafi verið áður flutt á 135., 136. og 138. löggjafarþingi.

Meginmarkmið frumvarpsins er að heimila ökumönnum að taka hægri beygju á ljósastýrðum gatnamótum gegn rauðu ljósi þar sem það er óhætt, einkum með það fyrir augum að greiða fyrir umferð. Þannig má stytta nokkuð biðtíma við ljósastýrð gatnamót og jafnvel sums staðar draga úr þörf fyrir afreinar.

Gert er ráð fyrir að ökumönnum beri ávallt að stöðva ökutæki sitt algerlega eins og um stöðvunarskyldu væri að ræða áður en hægri beygja er tekin gegn rauðu ljósi.

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert