Fréttaskýring: Landið tekið að rísa þrátt fyrir Icesave

„Ég var nú eiginlega bara orðinn leiður á því að ...
„Ég var nú eiginlega bara orðinn leiður á því að hafa þetta hangandi yfir mér,“ sagði Svavar Gestsson. mbl.is/Kristinn
„Ég lofa þér því að það er í sjónmáli að hann, og hans fólk, landi glæsilegri niðurstöðu fyrir okkur,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, um samningaviðræður Svavars Gestssonar við Breta og Hollendinga um lausn Icesave-deilunnar, í viðtali við kosningasjónvarp mbl.is. Síðan hann lét ummælin falla, hinn 23. mars 2009, hafa tvennir samningar verið kynntir og Alþingi samþykkt annan. Þeim samningi var hafnað með fádæma afgerandi hætti í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrr á þessu ári.

Áhersla á að ljúka málinu

Steingrímur sagðist í áðurnefndu viðtali bera ábyrgð á störfum „Svavarsnefndarinnar,“ hverrar niðurstöðu var hafnað af þjóðinni. Hann hefur verið ötull talsmaður þess að málinu sé lokið með samningum, og mikilvægt að það sé gert sem fyrst, þar sem það standi efnahagsbata Íslands fyrir þrifum.

Svavar Gestsson sagði í samtali við Morgunblaðið, í kjölfar þess að samningar náðust, að mikil áhersla hafi verið lögð á að klára málið, þar sem hann hafi verið orðinn „leiður á því að hafa þetta hangandi yfir [sér].“

Í umræðum um þann samning sagði Steingrímur þau lánskjör sem samningurinn fæli í sér þau hagstæðustu sem Ísland gæti fengið. Ef þingmenn felldu hann myndu öll aðgerðaplön stranda, „og þá [kæmi] október aftur“. Um svipað leyti lét hann hafa það eftir sér að málið væri of flókið til þess að því yrði vísað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Málið kom hins vegar á endanum til kasta þjóðarinnar, sem hafnaði samningunum.

Hætta á einangrun Íslands

Í stefnuræðu sinni við setningu Alþingis í október 2009 sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra: „Ef við viljum ekki einangrast sem þjóð og loka öllum samskiptaleiðum við alþjóðasamfélagið er okkur nauðugur einn kostur að leiða Icesave-málið til lykta.“ Endurreisn atvinnulífsins yrði teflt í tvísýni og atvinnuleysi ykist stórum ef það yrði ekki gert. Tæpum þremur mánuðum síðar synjaði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Icesave-lögunum staðfestingar. Ákvörðun sinni til stuðnings vísaði hann meðal annars til þess að ljóst væri að mikill meirihluti landsmanna væri andsnúinn lögunum. Ekki væri hægt að líta fram hjá vilja þjóðarinnar.

Ráðamenn lýstu miklum vonbrigðum með framferði forsetans, og sagði Steingrímur meðal annars að skammtímaverkefnið væri nú að „draga úr þeim skaða sem orðspor Íslands hefur beðið og byggja trúverðugleikann upp að nýju,“ en hann hefði tapast með synjun forseta. Paul Myners, þáverandi bankamálaráðherra Bretlands, gaf Íslendingum ekki ástæðu til bjartsýni, og var ómyrkur í máli. Hann sagði að ef Íslendingar myndu falla frá samkomulaginu jafngilti það því að Ísland væri „í raun að segja að það vildi ekki vera hluti af alþjóðakerfinu í stjórnmálum.“

Umskipti þrátt fyrir töf

Gylfi Magnússon, þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði ákvörðun forsetans koma til með að hafa slæm áhrif, einkum á atvinnuástand og hugsanlega kaupmátt. Þrátt fyrir þetta bakslag í baráttu stjórnvalda fyrir því að samningar næðust, tóku aðstæður í efnahagslífinu að skána eftir því sem á árið hefur liðið. Í greinaflokki sínum, „Landið tekur að rísa!“ færir Steingrímur í löngu máli rök fyrir því að umskipti hafi orðið í efnahagsmálum, og staðan smám saman að batna. Icesave-málið skipti fyrst og fremst máli hvað varði samskipti Íslands og annarra þjóða. Lausn málsins sé liður í að „koma á eðlilegu ástandi í samskiptum okkar við umheiminn, opna aðgang að erlendum fjármálamörkuðum og endurreisa orðspor okkar.“ Í þessu samhengi má til að mynda benda á það að þrautaganga ríkisstjórnarinnar vegna aðgerða í þágu skuldugra heimila og fyrirtækja hefur ekki verið tengd lausn Icesave-deilunnar.

Þröskuldurinn

Í stefnuræðu forsætisráðherra nú í október, réttu ári eftir hina fyrri, var Icesave-málið enn ekki komið út af borðinu. Jóhanna endurómar að miklu leyti framsetningu Steingríms í greinaflokki hans. Hún gerir fjármál ríkisins og fjármögnunarmöguleika þess að umtalsefni. Góður árangur hafi náðst á því sviði, en „Icesave-málið er því miður þröskuldur í þeim efnum. Það er og verður sameiginlegt verkefni okkar allra að ljúka því máli.“ Við sama tækifæri ræddi Steingrímur um skuldavanda heimila og fyrirtækja. Hann tengdi það hins vegar ekki Icesave að þessu sinni, en sagði það þó eitt af því sem helst stæði í vegi fyrir bata í hagkerfinu. Af ummælum að dæma virðist afstaða þeirra Steingríms og Jóhönnu til eðlis Icesave-málsins hafa breyst nokkuð með tímanum, og dregið úr vægi þess, þó að enn sé það vissulega mikilvægt. Þau hafa þó aldrei hvikað frá þeirri sannfæringu sinni að réttast sé að ljúka málinu með samningum, frekar en að láta til dæmis dómstólum eftir að skera úr um ábyrgð í málinu.

Önnur „Icesave-aðventa“

Nú þegar nýjum samningum hefur verið landað má gera ráð fyrir því að kapp verði lagt á að mæla fyrir frumvarpi um samþykkt þeirra á Alþingi. Að því gefnu að þingið samþykki frumvarpið munu böndin á ný berast að forsetanum. Erfitt er að meta mögulegar afleiðingar þess að hann synji lögunum staðfestingar, en ljóst er að það yrði ríkisstjórninni afar þungt. Sé mið tekið af rökstuðningi forsetans fyrir synjuninni í ársbyrjun er þó óhætt að gera ráð fyrir því að hann horfi til þjóðarinnar. Líklegt má telja að ófá jólaboðin litist af því – annað árið í röð.

Vissu ekki af ákvörðuninni

Stjórnvöld leggja mikla áherslu á lausn Icesave-málsins nú eins og áður. Óvíst er hvernig samskiptum ráðherra og Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, verður háttað þegar lögin, verði frumvarpið samþykkt, berast honum til staðfestingar. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í kjölfar synjunar forseta í ársbyrjun: „Við áttum auðvitað samtöl við hann og fórum yfir stöðuna og lýstum yfir áhyggjum okkar af því að hann myndi láta þetta mál fara í þjóðaratkvæðagreiðslu.“

Samskiptin voru þó ekki nánari en svo að Jóhanna frétti ekki af niðurstöðu forseta fyrr en hann kynnti hana þjóðinni í fjölmiðlum. Forsetinn sagði hins vegar á blaðamannafundinum að hann hefði þegar kynnt forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar niðurstöðu sína.

Samúð með málstað Íslendinga

Icesave-málið hefur frá upphafi vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla. Í mörgum tilfellum hefur samúð með málstað Íslendinga verið lýst í ritstjórnargreinum, þó það sé að sjálfsögðu ekki einhlítt.

„Íslendingar eru sannarlega óskammfeilnir. Þegar forseti þeirra stöðvaði samkomulag um að landið greiddi Bretum og Hollendingum 3,9 milljarða evra skuld sína skoruðu Íslendingar umheiminn á hólm. Sú ákvörðun hefur reynst þeim vel,“ á þessum orðum hefst ritstjórnarpistill í enska dagblaðinu Financial Times þann 26. febrúar síðastliðinn.

Þegar pistillinn birtist hafði þjóðin enn ekki greitt atkvæði um samninginn, en að mati pistlahöfundar hafði þróun mála frá synjun forseta reynst Íslendingum vel. Bretar og Hollendingar litu til dæmis út eins og yfirgangsseggir vegna framgöngu sinnar í málinu. Þrátt fyrir þetta sé hólmgangan ekki áhættulaus. Íslendingar gætu átt það á hættu að einangrast á alþjóðavettvangi ef alls engin niðurstaða fengist í málið.

Wolfgang Hansson, pistlahöfundur hjá Aftonbladet, einu mest lesna blaði Svíþjóðar, sagði í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar að hann gæti „á vissan hátt skilið [Íslendinga],“ sem hefðu þegar þjáðst vegna hruns bankakerfisins. Innstæðueigendur hefðu fengið greitt í kjölfar pólitískrar ákvörðunar yfirvalda Bretlands og Hollands, sem hafi óttast pólitískar afleiðingar þess að gera það ekki. „Kannski ættu þeir að taka á sig hluta kostnaðarins.“

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon mbl.is/Eggert
Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir.
Gylfi Magnússon.
Gylfi Magnússon. mbl.is/Ómar

Innlent »

Lokað vegna veðurs

06:47 Vegirnir um Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Mývatns - og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði eru lokaðir vegna veðurs.  Meira »

Hvassviðri og snjóflóðahætta

05:42 Spáð er norðaustan hvassviðri eða stormi með snjókomu, hvassast norðan- og vestan til, en úrkomumest norðan- og austanlands. Mikil hætta er á snjóflóðum á Austfjörðum. Meira »

Landið keypt á 120 milljónir króna

05:30 Rangárþing eystra er að kaupa jörðina Stórólfshvol af Héraðsnefnd Rangæinga. Kaupverðið er samkvæmt kauptilboði sveitarfélagsins liðlega 121 milljón kr. Meira »

Almennt ánægðir með íslenska lambakjötið

05:30 Nærri helmingur landsmanna, eða 46%, borðar lambakjöt að jafnaði einu sinni í viku eða oftar. Tæp 26% til viðbótar borða lambakjöt 2-3 sinnum í mánuði. Aðeins 4% segjast aldrei borða lambakjöt. Meira »

Tólf flokkar hyggja á framboð

05:30 Allir átta flokkarnir sem buðu fram í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjavík fyrir fjórum árum stefna á framboð í vor. Útlit er fyrir að fjórir flokkar geti bæst í hópinn; Miðflokkurinn, Viðreisn, Sósíalistaflokkur Íslands og Flokkur fólksins. Meira »

Skattarnir aldrei meiri

05:30 Útreikningar Samtaka iðnaðarins (SI) benda til að skatttekjur af íbúa í Reykjavík hafi verið um 700 þúsund krónur árið 2016. Það er um 50 þúsund krónum meira en 2007 sem lengi var metárið. Meira »

Brotist inn á tveimur stöðum

05:10 Tvö innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Annað að Bíldshöfða og hitt í Logafold. Bæði málin eru í rannsókn lögreglu. Jafnframt var tilkynnt um manneskju sem var kíkja inn um glugga í Melbæ um miðnætti. Meira »

Gjöldin 3,65 milljónir á einbýlishús

05:30 Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir innviðagjöld vegna borgarlínu ekki hafa komið til umræðu hjá sveitarfélaginu. Slík gjaldtaka sé samningsatriði við þá sem byggja upp viðkomandi svæði. Meira »

Allir farþegar á leið til byggða

Í gær, 23:40 Allir farþegar í tæplega 10 bílum sem voru fastir í Möðrudalsöræfum í kvöld eru á leið til byggða. Björgunarsveitir ferja fólkið til byggða en nokkrir bílar voru skildir eftir á heiðinni. Meira »

Tómas Tómasson er látinn

Í gær, 23:36 Tónlistarmaðurinn Tómas Magnús Tómasson er látinn, 63 ára að aldri. Hann var bassaleikari Stuðmanna, Þursaflokksins og fleiri hljómsveita. Hann fæddist 23. maí 1954. Meira »

Gæti aukið hörku á svörtum markaði

Í gær, 21:45 Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, lagði fram fyrirspurn til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag um ráðstafanir vegna fyrirhugaðrar herðingar á eftirliti með ávanabindandi lyfjum. Meira »

Þrjár björgunarsveitir kallaðar út

Í gær, 21:26 Þrjár björgunarsveitir voru kallaðar út fyrr í kvöld til að sinna vegfarendum á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. Meira »

Lömuð eftir fall í Malaga

Í gær, 21:01 Söfnun er hafin fyrir Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur illa slösuð á sjúkrahúsi í Malaga á Spáni eftir að hafa fallið á milli hæða innanhúss. Meira »

Óskaði eftir upplýsingum

Í gær, 20:12 Umboðsmaður Alþingis ritaði bréf til dómsmálaráðherra 8. janúar þar sem hann óskaði eftir upplýsingum vegna skipunar hennar á dómurum í Landsrétti. Þetta gerði hann til að undirbúa sig fyrir fund sem hann var boðaður á hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis 18. janúar. Meira »

Tryggði réttinn á Ísafirði

Í gær, 19:30 Skíðasvæðið á Ísafirði komst óvænt í heimsfréttirnar um helgina þegar Pita Taufatofua, sem var fánaberi Tonga og keppandi í taekwondo á Ólympíuleikunum í Río de Janeiro í Brasilíu 2016, keppti þar í 10 km göngu á fismóti á Ísafirði og tryggði sér þátttökurétt á Vetrarólympíuleikunum. Meira »

Skapa hættu og hafa lítinn tilgang

Í gær, 20:40 „Hraðahindranir sem settar eru þannig niður að unnt sé að sneiða hjá þeim hafa lítinn tilgang og skapa jafnvel hættu.“ Svo segir í svari Samgöngustofu við fyrirspurn mbl.is um hraðahindranapúða sem er að finna víða. Þá eru vísbendingar um að þeir valdi skemmdum á fjöðrunarbúnaði bíla. Meira »

Ekki í leikfimi af ótta við myndatökur

Í gær, 20:03 Brynhildur Björnsdóttir og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir skoða flókinn veruleika ungs fólks í nýrri mynd.  Meira »

Nýir möguleikar að prenta líffæri

Í gær, 18:39 Nýir möguleikar opnast á notkun þrívíddarprentaðra líffæra við undirbúning skurðaðgerða og við fjölbreyttar rannsóknir og prófanir, með tilkomu nýs og fullkomins þrívíddarprentara sem tekinn var í notkun á heilbrigðistæknisetri Háskólans í Reykjavík og Landspítala – háskólasjúkrahúss í dag. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Flutnings, heimilis og Airbnb þrif
Vantar þig þrif ? Sendu okkur skilaboð og fáðu tilboð strax í dag! Systur ehf ...
Sumarhús – Gestahús – Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
 
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Aflamark
Tilkynningar
??????? ??????????????? ? ??? ?? ?????...
Úthlutun byggðakvóta
Tilkynningar
Auglýsing Auglýsing vegna úthlutu...