Ólöglegt að fella niður skuldir

mbl.is/Ómar

Ákvörðun tveggja ráðherra um að fella niður 126 milljón króna skuld Menntaskólans Hraðbrautar við ríkið var ólögleg að mati meirihluta menntamálanefndar og fjárlaganefndar Alþingis. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þar kom ennfremur fram að einn nefndarmanna vilji kanna hvort ráðherrarnir hafi gerst brotlegir við lög um ráðherraábyrgð.

Bent er á að í skýrslu Ríkisendurskoðunnar, sem náði til áranna 2003-2009, á málefnum Hraðbrautar frá því í haust komi fram að skólinn hafi fengið 192 milljónir ofgreiddar frá ríkinu en það skýrist af því að skólinn hafi fengið greitt fyrir fleiri nemendur en hann hafi tekið inn og kennt.

Fram komi í skýrslunni að árið 2007 hafi forsvarmenn Hraðbrautar náð samkomulagi við menntamálaráðuneytið um að 126 milljón króna skuld skólans, sem þá hafði safnast upp, yrði felld niður. Endanlega ákvörðun um þetta var tekin af þáverandi menntamálaráðherra annars vegar og fjármálaráðherra hins vegar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert