Atvinnuleysistryggingar í 4 ár

Atvinnuleysistryggingar verða nú greiddar í fjögur ár í stað þriggja.
Atvinnuleysistryggingar verða nú greiddar í fjögur ár í stað þriggja. mbl.is/Ómar

Alþingi samþykkti í dag breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar sem lengir rétt fólks til atvinnuleysisbóta tímabundið um eitt ár, úr þremur árum í fjögur, samkvæmt frétt félags- og trygginamálaráðuneytisins.

„Réttur til fjögurra ára greiðslutímabils nær til þeirra sem misstu atvinnu og fengu atvinnuleysisbætur greiddar í fyrsta skipti 1. mars 2008 eða síðar. Lenging greiðslutímabilsins mun auka útgjöld Atvinnuleysistryggingasjóðs.

Aftur á móti má ætla að útgjöld til fjárhagsaðstoðar hjá félagsþjónustu sveitarfélaganna aukist minna en ella. Er þá horft til þess að atvinnuleitendur þurfi síður á fjárhagsaðstoð hjá félagsþjónustu sveitarfélaganna að halda meðan þeir eiga rétt til atvinnuleysisbóta.

Breytingin er gerð vegna sérstakra og tímabundinna aðstæðna á innlendum vinnumarkaði og aukins langtímaatvinnuleysis. Gildistími ákvæðisins er því tímabundinn til 31. desember 2011.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert