Staðgöngumæðrun ekki viðurkennd

Konur við Gangesfljót á Indlandi.
Konur við Gangesfljót á Indlandi. Reuters

Íslensk hjón, sem fengu indverska konu til að ganga með barn fyrir sig, eru föst í Mumbai á Indlandi með nýfæddan son vegna þess að þau fá hann ekki viðurkenndan sem íslenskan ríkisborgara. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Staðgöngumæðrun er ólögleg hér á landi.

Að sögn blaðsins var  öllum þingmönnum sent bréf um málið og er það nú á borði allsherjarnefndar Alþingis.

Svar íslenskra stjórnvalda er að staðgöngumæðrun sé ólögleg hér á landi og staðgöngumóðirin sé, í hinu íslenska lagaumhverfi, móðir barnsins. Slíku sé einungis hægt að breyta með ættleiðingarferli.

Að sögn Fréttablaðsins eru íslensku hjónin skráð sem foreldrar drengsins á indversku fæðingarvottorði hans og hefur staðgöngumóðirin afsalað sér öllum rétti með löglegum samningi sem vottaður hefur verið af lögmanni frá indverska ríkinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert