Aska fýkur frá Eyjafjallajökli

Vel sést á mynd, sem tekin var með gervihnetti bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA í dag, hvernig askan frá Eyjafjallajökli rýkur enn suður frá jöklinum og út á haf.

Að sögn Ingibjargar Jónsdóttur, sérfræðings hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, sést vel á myndinni að enn er mikið öskufok frá Eyjafjallajökli og raunar er einnig fok frá söndunum sunnan Vatnajökuls. 

Ingibjörg segir einnig athyglisvert, að á myndinni komi skammdegið fram í löngum skuggum frá fjöllunum en myndin var tekin klukkan 13:22 í dag.

Askan rýkur langt út á haf.
Askan rýkur langt út á haf. NASA
mbl.is