Jólastemning í miðbænum

Töluvert af fólki var á ferð í miðbæ Reykjavíkur í í kvöld, Þorláksmessukvöld, sumir til þess að njóta jólastemningarinnar sem myndast þar ár hvert en aðrir til þess að nota síðustu forvöðin til þess að kaupa jólagjafirnar.

Ágætisveður var í bænum og heiðskírt en smá gola. Þá var ekki eins kalt og verið hefur undanfarna daga í borginni og hafa miðborgargestir eflaust verið þakklátir fyrir það á rölti sínu í gærkvöldi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina