Skotið á hurð í Bústaðahverfi

Skotgötin á útidyrahurðinni eru greinileg.
Skotgötin á útidyrahurðinni eru greinileg. mbl.is/Júlíus

Skotið var úr haglabyssu á útihurð á íbúðarhúsi við Ásgarð í Bústaðahverfinu um hádegisbil. Lögreglan hefur handtekið að minnsta kosti einn mann en aðgerð stendur enn yfir og hugsanlegt að fleiri verði handteknir. Lögreglan er búin að finna vopnið. Engan sakaði.

Að minnsta kosti þremur skotum var skotið úr haglabyssunni, m.a. í gegnum rúðu í útidyrahurðinni.

Fjölmennt lið lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er á staðnum og nýtur aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert