Mokuðu snjó á Schiphol

Miklar tafir urðu á Schipholflugvelli í vikunni vegna snjóþyngsla eins …
Miklar tafir urðu á Schipholflugvelli í vikunni vegna snjóþyngsla eins og víðar í Evrópu. Reuters

Flugstjóri og flugmaður íslenskrar farþegaþotu mokuðu braut á Schipholflugvelli í Amsterdam í vikunni svo eldsneytisbíll kæmist að íslensku flugvélinni sem beið á vellinum. Dorrit Moussaieff, forsetafrú, segir frá þessu á bandaríska vefblaðinu Huffington Post.

Dorrit segir, að flugmennirnir hafi fengið að vita að brottför vélarinnar gæti tafist töluvert vegna þess að ekki væri til nóg af snjóruðningstækjum á vellinum. Til að þurfa ekki að dvelja í Amsterdam um nóttina tóku flugmennirnir til sinna ráða, gripu skóflur og mokuðu braut í snjónum að vélinni. Fimmtán mínútum síðar var verkinu lokið, eldsneytisbíllinn komst að vélinni og hún fór skömmu síðar á loft. 

„Þannig bregðast íslenskir flugmenn við vetrarveðrinu. Kannski gætu Bretar og aðrar þjóðir lært af þeim," segir Dorrit.

Skrif Dorrit  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert