Landeyjahöfn verður lokuð í mánuð

Herjólfur við mynni Landeyjahafnar.
Herjólfur við mynni Landeyjahafnar. mbl.is/RAX

Ekki verður hægt að dýpka mynni Landeyjahafnar fyrr en í lok janúar en höfnin er að lokast vegna sandburðar í suðaustan-áttinni. Dýpkunarskipið Perlan nýtist ekki í vetrarveðrum að því er fram kom í sjónvarpsfréttum RÚV.

Þar segir ennfremur að þó að mjög hafi dregið úr sandflutningum í mynni Landeyjahafnar frá í haust og höfnin hafi verið opin síðastliðinn mánuð, verði breyting þar á næstu daga og vikur.

Sjá jafnframt umfjöllun á vef Siglingastofnunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina