Ósennilegt að bensínlítrinn fari í 225 krónur

Verð á eldnseyti stefnir enn hærra upp úr áramótum þegar …
Verð á eldnseyti stefnir enn hærra upp úr áramótum þegar gjöld á bensín og dísilolíu hækka.

Þrátt fyrir að heimsmarkaðsverð á hráolíu myndi fara í 100 bandaríkjadali á tunnuna er ólíklegt að verðið á bensíni og díselolíu á Íslandi myndi hækka í 225 krónur á lítra. Þetta er mat Magnúsar Ásgeirssonar, innkaupastjóra hjá N1. Hann bendir á að lækkun dollars myndi vega á móti.

Með því vísar Magnús til þess að slík hækkun á heimsmarkaðsverði, sem nú er til umræðu vestanhafs, myndi leiða til veikari bandaríkjadals, sem aftur myndi vega á móti áhrifum hækkunarinnar á Íslandi.

En stefnir lítraverðið á bensíni í 225 krónur á Íslandi?

„Mér finnst það frekar ósennilegt, vegna þess að ef þetta gerist mun eitthvað gerast með dollarann líka. Og þá er líklegt að krónan muni styrkjast gagnvart dollaranum. Mín skoðun á þessu er sú að það þurfi mikið meira að gerast til þess að við séum að horfa á 220 eða 225 krónur fyrir lítrann. Ef fjárfestar leita yfir í olíuverðið fer alltaf af stað sú þróun að fjármagn leitar frá peningamörkuðum og þá veikjast fjármálamarkaðir. Þá eru allar líkur á að íslenska krónan [...] muni frekar styrkjast,“ segir Magnús sem telur að spákaupmenn séu að tala upp verðið á hráolíu.

„Mér finnst umræðan svolítið bera keim af því að verið sé að tala verðið upp.“

Þá bendir Magnús á að veruleg hækkun á olíuverði myndi hafa áhrif á eftirspurn í hagkerfunum, sem aftur myndi draga úr eftirspurninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert