Eldgosið ein af stærstu fréttum síðasta árs

Þetta var algeng sjón á flugvöllum í Evrópu og víðar …
Þetta var algeng sjón á flugvöllum í Evrópu og víðar í apríl: farþegar sem biðu eftir því að öskuskýinu frá Eyjafjallajökli létti. Reuters

Fjölmiðlar víða um heim eru á því, að eldgosið í Eyjafjallajökli og afleiðingar þess fyrir flugumferð hafi verið ein af helstu fréttum ársins, sem er að renna sitt skeið á enda.

Að mati kínversku fréttastofunnar Xinhua var eldgosið fjórða stærsta frétt ársins á eftir fríverslunarsvæði Kína og annarra Asíuríkja, jarðskjálftanum á Haítí og spennunnar á Kóreuskaga. Á eftir koma m.a. skuldakreppan í Evrópu, björgun námumanna í Síle og olíuslysið á Mexíkóflóa.

Breska ríkisútvarpið BBC segir, að fréttir af eldgosinu og öskuskýinu hafi verið meðal þeirra, sem mest voru lesnar á vef stofnunarinnar á árinu ásamt fréttum af stjórnarskiptum í Bretlandi, námsmannamótmælum og væntanlegu konunglegu brúðkaupi.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert