Fjöldi sveik út atvinnuleysisbætur

Frá Helguvík.
Frá Helguvík. Rax / Ragnar Axelsson

Vinnumálastofnun sparaði ríkinu nærri 140 milljónir króna í atvinnuleysisbætur í ár með því að standa á þriðja hundrað manns að verki fyrir svik á bótum. Viðkomandi voru teknir út af atvinnuleysisskrá, að því er fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 um málið.

Segir þar að fjöldi fólks misnoti kerfið og að stofnuninni hafi borist tæplega 1.100 ábendingar, flestar frá almenningi, vegna gruns um bótasvik. Langflestar ábendingar voru vegna svartrar vinnu og næstflestar vegna utanlandsferða fólks.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert