Engin brenna á Akureyri

mbl.is/Kristinn.

Enginn þrettándabrenna verður á Akureyri í ár. Þetta er í fyrsta sinn í 76 árum sem ekki hefur tekist að safna fyrir brennunni, að því er fram kom í fréttum RÚV í kvöld.

Þrettándabrennan á Akureyri hefur verið fjármögnuð af Akureyrarbæ að hluta til og með framlögum frá fyrirtækjum í bænum. Íþróttafélagið Þór hefur staðið fyrir þrettándabrennu á Akureyri á hverju ári frá 1934 með örfáum undantekningu, en í ár verður engin brenna.

Í frétt RÚV var haft eftir Sigfúsi Ólafi Helgasyni, formanni Þórs, að ástæðan væri fyrst og fremst sú að það skorti fjármagn. Greitt hafi verið með þessari hátíð tvö síðastliðin ár, nú sé ekki fjármagn til þess lengur. Þetta sé ein birtingarmynd kreppunnar.

Heimskautalægð á leiðinni

Ekki viðrað vel til þeirra þrettándabrenna sem haldnar verða á landinu annað kvöld. Á vef Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings kemur fram að heimskautalægð djúpt norðaustur af Langanesi stefni til Íslands. Slíkri lægð megi að hluta til líkja við fellibylji.

„Kannski er það svo að Þrettándalægðin sem ég kýs að kalla svo sé á einhvern hátt blanda heimskautalægðar og venjulegrar lægðar.  Það er vel þekkt að þegar svo kalt loft eins og nú er á leið suður yfir opið haf norður  og norðaustur af Íslandi megi það ekki mæta minnsta votti af mildara lofti.  Slíkt sé ávísun á læti," ritar Einar m.a.

Þrettándahvellurinn á leið til landsins, samkvæmt mynd tunglmyndastöðvarinnar í Dundee.
Þrettándahvellurinn á leið til landsins, samkvæmt mynd tunglmyndastöðvarinnar í Dundee. mbl.is/esv.blog.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert