Ísfólkið í efsta sæti

Margit Sandemo áritar bækur í Reykjavík.
Margit Sandemo áritar bækur í Reykjavík.

Skáldsagan Skuggar, eftir Margit Sandemo, var söluhæsta bókin á síðustu viku ársins, samkvæmt lista, sem Rannsóknarsetur verslunarinnar hefur tekið saman. Í öðru sæti var skáldsagan Önnur Líf, eftir Ævar Örn Jósepsson og í þriðja sæti skáldsagan Svar við bréfi Helgu, eftir Bergsvein Birgisson.

Í fjórða sæti er Almanak Háskóla Íslands 2011, í fimmta sæti Hver er ég?, eftir Gunnlaug Guðmundsson, og í sjötta sæti Fleiri prjónaperlur Erlu Sigurlaugar Sigurðardóttur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert