Álfar og furðuverur leiddu blysför

Álfakóngur og Álfadrottning fóru að venju fyrir blysför húsvíkinga frá …
Álfakóngur og Álfadrottning fóru að venju fyrir blysför húsvíkinga frá íþróttahöllinni og niður í fjöru. mynd/Hafþór Hreiðarsson

Það gekk á með éljum þegar Húsvíkingar kvöddu jólin nú undir kvöld, tveimur dögum síðar en ætlunin var. Álfakóngur- og drottning ásamt ýmsum furðuverum leiddu blysför bæjarbúa í éljaganginum frá íþróttahöllinni að brennunni.

Brennan var að venju á uppfyllingunni í suðurfjörunni og þegar þangað kom var hætt að snjóa og kveikt var í brennunni. Kiwanisklúbburinn Skjálfandi hélt glæsilega flugeldasýningu en það voru ungar knattspyrnukonur úr Völsungi sem sáu um dagskrána.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert