Nýtt fjölnota íþróttahús vígt

Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, afhenti Elliða Vignissyni bæjarstjóra skjöld …
Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, afhenti Elliða Vignissyni bæjarstjóra skjöld til minningar um framlag bæjarins til eflingar aðstöðu til knattspyrnuiðkunar. mbl.is/Ómar Garðarsson

Fjölmenni var við vígslu nýs fjölnota íþróttahúss í Vestmannaeyjum síðdegis í dag. Húsið gjörbreytir aðstöðu til að æfa knattspyrnu og frjálsar íþróttir yfir vetrarmánuðina. Þá hugsa kylfingar sér gott til glóðarinnar.

Meðal gesta voru fulltrúar frá Íþróttasambandi Íslands og Knattspyrnusambandi Íslands. Það kom í hlut Hallgríms Júlíussonar og Sigríðar Garðarsdóttur að klippa á borða til merkis um að húsið væri tekið í notkun. Þau voru útnefnd íþróttamenn æskunnar í Vestmannaeyjum, bæði á síðasta ári og árinu þar á undan.

Elliði Vignisson bæjarstjóri sagði við athöfnina að vissulega hefði aðstaða til íþróttaiðkunar verið góð í Vestmannaeyjum en með tilkomu hússins væri stigið stórt skref fram á við.

Í húsinu er 50 sinnum 60 metra knattspyrnuvöllur með góðu gervigrasi. Þá eru brautir fyrir frjálsar íþróttir lagðar tartanefni.

Fjöldi gesta var við opnun nýja íþróttahússins.
Fjöldi gesta var við opnun nýja íþróttahússins. mbl.is/Ómar Garðarsson
Hallgrímur Júlíusson og Sigríður Garðarsdóttir klipptu á borðann.
Hallgrímur Júlíusson og Sigríður Garðarsdóttir klipptu á borðann. mbl.is/Ómar Garðarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina