Miklar breytingar á Hótel Loftleiðum

Unnið að endurbótum á gestamótttöku Hótels Loftleiða.
Unnið að endurbótum á gestamótttöku Hótels Loftleiða. mbl.is/Ómar

frá því í haust hafa miklar endurbætur staðið yfir á Hótel Loftleiðum. 30-40 iðnaðarmenn hafa verið við vinnu í hótelinu að staðaldri síðustu mánuði og með hönnuðum og þeim sem eru að smíða innréttingar úti í bæ telur hópurinn um 50 manns.

Um miðja síðustu viku voru gestamóttaka og skrifstofur hótelsins fluttar til bráðabirgða í álmuna sem snýr að Nauthólsvík og þar er nú nýr inngangur. Með nýju ári hófust framkvæmdir við endurnýjun gestamóttöku, veitingasala og sundlaugar. Allar lagnir verða teknar í gegn í miðhúsinu og herbergi lagfærð. Fyrir sumarið verður þetta 220 herbergja hótel búið að fá mikla andlitslyftingu og öll herbergin komin í fulla notkun, eftir að hótelið hefur starfað á hálfum krafti í vetur.

Kostnaður við breytingarnar á hótelinu er áætlaður rúmlega milljarður. „Hótel Loftleiðir er fjögurra stjörnu hótel og með þessum breytingum viljum við styrkja stöðu okkar í þeim flokki,“ segir Sólborg Steinþórsdóttir, hótelstjóri á Hótel Loftleiðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert