Fréttaskýring: Óttast ekki að allt verði í rusli í Reykjavíkurborg

Sorphirða er nú á 10 daga fresti í Reykjavík í stað vikulega fyrir áramót og frá og með 1. apríl nk. verða ruslatunnur aðeins sóttar 15 metra frá sorpbíl nema greiddar verði árlega 4.800 kr. fyrir hverja tunnu lengra frá. Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri neyslu- og úrgangsmála Reykjavíkurborgar, segir að breytingin hafi kallað á þó nokkur viðbrögð borgarbúa, þar sem upplýsingaleit hafi verið fyrirferðarmest, en hann óttist ekki að allt verði í rusli í borginni.

Skrefagjald á að skila sínu

Sorphirðan í Reykjavík kostaði um 717 milljónir króna á nýliðnu ári en áætlað er að hún kosti um 674 milljónir á yfirstandandi ári. Auk þess er gert ráð fyrir 73 milljóna kr. auknum tekjum vegna skrefagjaldsins, þ.e. sorphirðu þar sem ílátin eru í 15 m fjarlægð eða meira frá sorpbíl. Breytingin á því að skila samtals um 115 til 116 millj. kr., að sögn Guðmundar.

Guðmundur bendir á að sorpið hafi minnkað um 20% á undanförnum þremur árum og með því að nýta tunnurnar betur og tæma þær á 10 daga fresti sparist um 42 milljónir kr. á ári. Hann segir að um 50% tunna í borginni séu í a.m.k. 15 m fjarlægð frá götu og miðað við skrefagjald af 40% íláta í borginni verði tekjurnar um 73 milljónir á ári.

Engar uppsagnir

Gert er ráð fyrir að um helmingur vinnutíma sorphirðumanna fari í það að ganga inn á lóðir til þess að ná í sorpið. Guðmundur segir að launakostnaður sé stærsti kostnaðarliður sorphirðunnar en auk þess kosti sorphirða bílanna sitt sem og móttökugjöld fyrir úrganginn. Mönnum verði ekki sagt upp en ekki verði ráðið í stöður sem losni.

Rúmlega 50 manns vinna á níu sorphirðubílum, sem hirða blandað sorp, og einum bíl, sem tekur pappírinn í bláu tunnunum. Borginni er skipt í sjö hverfi og eru allir bílarnir í sama hverfi á sama degi. Guðmundur bendir á að á vef Reykjavíkurborgar sé dagatal þar sem sjá megi hvar sorpið sé hirt hverju sinni.

Guðmundur segir að einn hvatinn fyrir breytingunni hafi verið ákvörðun íbúa að banna akstur við eignir sínar. Íbúar í raðhúsum í Fossvogi sem eiga innkeyrslu meðfram húsunum hafi t.d. bannað akstur ruslabílanna vegna þess að slitlag hafði verið endurnýjað og þungir bílar gætu eyðilagt það. Fyrir vikið hafi sorphirðumenn þurft að ganga allt að 120 m í stað 3-4 metra til að ná í eina tunnu.

„Sovéskar kreppuleiðir“

Elísabet Gísladóttir, formaður íbúasamtaka Grafarvogs, segir að skattheimtugleði Reykjavíkurborgar ríði ekki við einteyming og nýtt sorphirðugjald sé eins og olía á eld. Íbúasamtökin hafi reyndar ekki enn tekið málið fyrir á fundi en hún heyri á fólki að því finnist mikið óréttlæti fólgið í nýja gjaldinu.

Að sögn Elísabetar er forgangsröðunin röng. Grafarvogur sé 20 þúsund manna hverfi með tveimur sorphirðustöðvum en íbúarnir þurfi að aka út úr því til að komast í næstu gámastöð. Hún spyr hvort eðlilegt sé að geyma rusl í tunnum í 10 daga með mengun og sóðaskap í huga og hvort ekki væri nær að stuðla að meiri flokkun sorps með sparnað í huga og setja upp metanstöð á hverri sorphreinsistöð. „Þetta eru allt sovéskar kreppuleiðir,“ segir hún um framgang borgarinnar. „Hún hækkar gjöld þegar fólk er í raun og veru að sligast undan sköttum. Það er ekki á það bætandi.“ Elísabet bætir við að skattar séu aldrei aflagðir og því sitji íbúar uppi með stöðugt fleiri skatta.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Kæru Vigdísar vísað frá

13:25 Kæru Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, um ógildingu borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík í fyrra er vísað frá kjörnefnd sem falið var að úrskurða um kæruna. Meira »

Skýrslan varpi ljósi á samskiptavanda

13:12 Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í fjárlaganefnd, segir í samtali við mbl.is að honum hafi litist bæði „nokkuð vel og illa“ á það sem fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst og rætt var um á nefndarfundi á Alþingi á morgun. Meira »

Vilja kvóta til að flytja inn lambakjöt

13:05 Skortur á lambahryggjum er staðreynd, ef marka má Samtök verslunar- og þjónustu. Þar á bæ hvetja menn menn til þess að skoða það hvort úthluta megi tollkvóta til innflutnings á lambahryggjum. Meira »

Mótorhjólum ekið utan vega

13:00 „Þetta er ofsalega sorglegt,“ segir landvörður í samtali við mbl.is. Umhverfisstofnun hefur tilkynnt utanvegaakstur á jarðhitasvæðinu við Sogin í vesturjaðri Reykjanesfólkvangs til lögreglu. Landvörður kom auga á förin 9. júní og kæra var send fimm dögum síðar. Meira »

400 metra borgarísjaki innan breiðunnar

12:57 Hafísbreiðan undan Vestfjörðum er nú næst landi um 34 sjómílur norðvestur af Straumnesi og 40 sjómílur norður af Kögri. Um 400 metra langur borgarísjaki er innan breiðunnar. Meira »

Sakar Landvernd um dylgjur

12:44 VesturVerk segist ekki hafa fengið neinar upplýsingar um að landamerki í Ófeigsfirði séu með þeim hætti sem landeigendur Drangavíkur lýstu í kæru sinni til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem lögð var fram í gær. Meira »

Nató-aðild Íslands „fíllinn í stofunni“

12:28 „Hernaður er ömurlegasta stig mannlegrar tilveru og grátlegt er að horfa upp á þá gegndarlausu sóun sem á sér stað í hernaðaruppbyggingu í heiminum, með fjármunum sem mætti svo hæglega nýta til annarra og betri hluta,“ skrifar Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, á Facebook. Meira »

Malbikun á Vesturlandsvegi og Hringbraut

12:15 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vekur athygli á ýmsum framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru á höfuðborgarsvæðinu í dag og biðlar til ökumanna að sýna biðlund og þolinmæði í umferðinni. Meira »

Varar við áfengisneyslu í hitabylgjunni

11:39 Landlæknir segir að þeir sem verði staddir á meginlandi Evrópu núna þegar hitabylgju er spáð, ættu að drekka vel af vökva, en þó ekki áfenga drykki, enda sé alkóhól þvagmyndandi og geti enn aukið á vökvatap af sól og hita. Meira »

Tillitssemi númer eitt, tvö og þrjú

11:28 Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon hefst í kvöld og búast má við fjölgun hjólreiðafólks á þjóðvegunum í vikunni á meðan keppnin stendur yfir. Rúm­lega 570 kepp­end­ur hafa skráð sig til þátt­töku og leggja ein­stak­ling­ar og kepp­end­ur í Hjólakrafts­flokki af stað frá Eg­ils­höll klukkan sjö í kvöld. Meira »

Ákærður fyrir stórfellda árás í Eyjum

10:40 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir stórfellda líkamsárás, sem átti sér stað á tjaldsvæðinu við Áshamar í Vestmannaeyjum 31. júlí 2016. Mál hans var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gær. Meira »

Lögreglan leitar andapars og kinda

10:06 Lögreglan á Suðurnesjum hefur á borði afar óvenjuleg mál þessa dagana, en hún leitar nú að andapari annars vegar og tveimur kindum hins vegar. Meira »

Yfir eitt þúsund kröfur í búið

08:26 Alls bárust 1.038 kröfur í tryggingarfé Gaman ehf. (Gamanferða) en frestur til kröfulýsingar rann út í síðustu viku. Gert er ráð fyrir að það taki mánuði að fara yfir kröfurnar og taka afstöðu til þeirra. Meira »

Margbrotið mannlíf í miðborginni

08:18 Sólin er að færa sig á austanvert landið eftir góða þjónustu í þágu íbúa Suður- og Vesturlands í sumar. Því ræður suðvestanáttin sem nú er ríkjandi. Meira »

Fjöldi heilabilaðra mun tvöfaldast

07:37 „Það er stórkostlegur áfangi að fá loksins stefnu í þessum málaflokki, þannig að hægt sé að fara að vinna eftir henni. Vonandi verður mótuð aðgerðaráætlun og farið af alvöru í þennan málaflokk sem er svo brýnn,“ segir Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna. Meira »

Jómfrúarferð Herjólfs í Landeyjahöfn

07:00 Herjólfur IV sigldi í fyrsta sinn í Landeyjahöfn á föstudag og gekk siglingin eins og áætlanir gerðu ráð fyrir.   Meira »

Hitinn víða yfir 20 stig

06:36 Útlit er fyrir svipað veður næstu tvo daga og líklegt að hiti fari víða yfir 20 stig á austurhelmingi landsins, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Þreyttir á virðingarleysi áhrifavalda

06:30 Íslendingar eru orðnir þreyttir á virðingarleysi áhrifavalda á Instagram en yfir 10 milljónir mynda hafa birst á samfélagsmiðlinum frá Íslandi, segir í frétt BBC. Þar segir að Ísland sé vinsæll áfangastaður þeirra sem vilja ná fullkominni mynd. Meira »

Þrír í haldi vegna heimilisofbeldis

05:58 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá grunaða um heimilisofbeldi og eru þeir vistaðir í fangageymslum lögreglunnar.   Meira »
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Sumarhús við gullna hringinn..
- Gisting fyrir 5-6, leiksvæði og stutt að Geysi, Flúðum og Gullfossi. Velkomin....