Fréttaskýring: Óttast ekki að allt verði í rusli í Reykjavíkurborg

Sorphirða er nú á 10 daga fresti í Reykjavík í stað vikulega fyrir áramót og frá og með 1. apríl nk. verða ruslatunnur aðeins sóttar 15 metra frá sorpbíl nema greiddar verði árlega 4.800 kr. fyrir hverja tunnu lengra frá. Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri neyslu- og úrgangsmála Reykjavíkurborgar, segir að breytingin hafi kallað á þó nokkur viðbrögð borgarbúa, þar sem upplýsingaleit hafi verið fyrirferðarmest, en hann óttist ekki að allt verði í rusli í borginni.

Skrefagjald á að skila sínu

Sorphirðan í Reykjavík kostaði um 717 milljónir króna á nýliðnu ári en áætlað er að hún kosti um 674 milljónir á yfirstandandi ári. Auk þess er gert ráð fyrir 73 milljóna kr. auknum tekjum vegna skrefagjaldsins, þ.e. sorphirðu þar sem ílátin eru í 15 m fjarlægð eða meira frá sorpbíl. Breytingin á því að skila samtals um 115 til 116 millj. kr., að sögn Guðmundar.

Guðmundur bendir á að sorpið hafi minnkað um 20% á undanförnum þremur árum og með því að nýta tunnurnar betur og tæma þær á 10 daga fresti sparist um 42 milljónir kr. á ári. Hann segir að um 50% tunna í borginni séu í a.m.k. 15 m fjarlægð frá götu og miðað við skrefagjald af 40% íláta í borginni verði tekjurnar um 73 milljónir á ári.

Engar uppsagnir

Gert er ráð fyrir að um helmingur vinnutíma sorphirðumanna fari í það að ganga inn á lóðir til þess að ná í sorpið. Guðmundur segir að launakostnaður sé stærsti kostnaðarliður sorphirðunnar en auk þess kosti sorphirða bílanna sitt sem og móttökugjöld fyrir úrganginn. Mönnum verði ekki sagt upp en ekki verði ráðið í stöður sem losni.

Rúmlega 50 manns vinna á níu sorphirðubílum, sem hirða blandað sorp, og einum bíl, sem tekur pappírinn í bláu tunnunum. Borginni er skipt í sjö hverfi og eru allir bílarnir í sama hverfi á sama degi. Guðmundur bendir á að á vef Reykjavíkurborgar sé dagatal þar sem sjá megi hvar sorpið sé hirt hverju sinni.

Guðmundur segir að einn hvatinn fyrir breytingunni hafi verið ákvörðun íbúa að banna akstur við eignir sínar. Íbúar í raðhúsum í Fossvogi sem eiga innkeyrslu meðfram húsunum hafi t.d. bannað akstur ruslabílanna vegna þess að slitlag hafði verið endurnýjað og þungir bílar gætu eyðilagt það. Fyrir vikið hafi sorphirðumenn þurft að ganga allt að 120 m í stað 3-4 metra til að ná í eina tunnu.

„Sovéskar kreppuleiðir“

Elísabet Gísladóttir, formaður íbúasamtaka Grafarvogs, segir að skattheimtugleði Reykjavíkurborgar ríði ekki við einteyming og nýtt sorphirðugjald sé eins og olía á eld. Íbúasamtökin hafi reyndar ekki enn tekið málið fyrir á fundi en hún heyri á fólki að því finnist mikið óréttlæti fólgið í nýja gjaldinu.

Að sögn Elísabetar er forgangsröðunin röng. Grafarvogur sé 20 þúsund manna hverfi með tveimur sorphirðustöðvum en íbúarnir þurfi að aka út úr því til að komast í næstu gámastöð. Hún spyr hvort eðlilegt sé að geyma rusl í tunnum í 10 daga með mengun og sóðaskap í huga og hvort ekki væri nær að stuðla að meiri flokkun sorps með sparnað í huga og setja upp metanstöð á hverri sorphreinsistöð. „Þetta eru allt sovéskar kreppuleiðir,“ segir hún um framgang borgarinnar. „Hún hækkar gjöld þegar fólk er í raun og veru að sligast undan sköttum. Það er ekki á það bætandi.“ Elísabet bætir við að skattar séu aldrei aflagðir og því sitji íbúar uppi með stöðugt fleiri skatta.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Handtekinn grunaður um vændiskaup

07:13 Slagsmál og grunur um vændiskaup voru meðal verkefna næturinnar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.  Meira »

Hellisheiði lokað vegna malbikunarframkvæmda

06:13 Lokað hefur verið fyr­ir bílaum­ferð um Hell­is­heiði í átt til vest­urs á milli Hvera­gerðis og af­leggj­ara að Hell­is­heiðar­virkj­un vegna mal­bik­un­ar­fram­kvæmda. Þeirri um­ferð verður beint um Þrengslaveg. Hins veg­ar verður opið fyr­ir um­ferð til aust­urs. Meira »

Orkupakkinn takmörkun á fullveldi

05:30 Yrði þriðji orkupakkinn innleiddur í íslenskan rétt mundi það fela í sér takmörkun á fullveldi þjóðarinnar í raforkumálum. Íslendingar væru að játa sig undir það að raforka, eins og hver önnur vara, flæddi frjáls á milli landa. Meira »

Vonast eftir frumvarpi um jarðakaup í haust

05:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist binda vonir við að frumvarp um jarðakaup útlendinga hér á landi verði tilbúið snemma í haust. Meira »

Kökur til fjármögnunar slysavörnum

05:30 „Slysavarnadeildirnar um allt land fjármagna forvarnarstarfið með því að selja kökur og sjá um erfidrykkjur,“ segir Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnastjóri slysavarna hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, en félagið hefur í sjálfboðavinnu unnið að 170 slysavarnarverkefnum á 34 þéttbýliskjörnum á landinu. Meira »

Ósætti vegna breytinga á endurgreiðslukerfinu

05:30 „Við munum beita okkur af öllum krafti á móti þessu,“ segir Kristinn Þórðarson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, um tillögur að breytingu á lögum um endurgreiðslu ríkisins á kostnaði við kvikmyndagerð hér á landi. „Þetta er ein stór þversögn,“ segir hann. Meira »

Um 60 kílóum af mat hent daglega

05:30 Matarsóun á hjúkrunarheimilinu Eir á átta dögum nam 59,7 kg á dag að meðaltali. Sóun á heimilinu yfir átta daga tímabil var könnuð og fóru 358,3 kg af mat til spillis. Meira »

Andlát: Hanna Sigríður Hofsdal Karlsdóttir

05:30 Hanna Sigríður Hofsdal Karlsdóttir lést á Landspítalanum 11. júlí, 88 ára að aldri.   Meira »

Íhuga ítarlegri úttekt á Póstinum

05:30 Leynd hvílir yfir kaupvirði þriggja dótturfélaga Íslandspósts, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.   Meira »

Eru alltaf á vaktinni

05:30 „Það þarf að endurskoða kerfið alveg frá grunni,“ sagði Charlotta Oddsdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, um þjónustusamninga Matvælastofnunar (MAST) við dýralækna í dreifðum byggðum. Meira »

Fá ekki að skrá sig sem foreldra

00:07 Mannréttindadómstóll Evrópu samþykkti í vikunni að taka til efnismeðferðar mál tveggja íslenskra kvenna, sem Hæstiréttur hafnaði að skrá sem foreldra drengs. Meira »

Eldur í loftpressu í íþróttahúsi

Í gær, 23:10 Eldur kviknaði í loftpressu í kjallara íþróttamiðstöðvar í Vestmannaeyjum á áttunda tímanum í kvöld. Starfsmenn höfðu snör handtök og náðu að slökkva eldinn þegar slökkviliðið kom á staðinn. Töluverður reykur hafði náð að berast í sundlaugarsal og því var reykræst. Tjónið var minni háttar. Meira »

„Sem betur fer sleppur konan“

Í gær, 21:14 „Betur fór en á horfðist þegar mannlaus bifreið rann af athafnasvæði í Súðarvogi. Bifreiðin lenti næstum á hjólareiðamanni áður en bifreiðin lenti á vegg.“ Þannig hljómar Facebook-færsla Búa Baldvinssonar kvikmyndagerðarmanns en litlu munaði að slys yrði á vinnusvæði við Súðarvog í dag. Meira »

Lokað fyrir umferð í aðra átt á Hellisheiði

Í gær, 21:00 Lokað verður fyrir bílaumferð um Hellisheiði í átt til vesturs á milli Hveragerðis og afleggjara að Hellisheiðarvirkjun í fyrramálið frá kl. 6 til 22 vegna malbikunarframkvæmda. Hins vegar verður opið fyrir umferð til austurs. Meira »

„Aldrei mætt svona margir“

Í gær, 20:57 500 manns eru saman komnir til að snæða skötu í Gerðaskóla í Garði. Um góðgerðarviðburð er að ræða en fjórum milljónum verður úthlutað í kvöld. Meira »

Glannaakstur endaði á gatnamótum

Í gær, 20:45 Glannaakstur fjögurra ungmenna á stolinni bifreið endaði snögglega á gatnamótum Hraunbæjar og Bæjarháls rétt fyrir miðnætti í gær. Ungmennin flúðu vettvang í miklum flýti og er nú leitað af lögreglu. Meira »

Þurfa að bíða lengur eftir nýjum Herjólfi

Í gær, 20:08 Nýr Herjólfur hefur ekki siglingar milli lands og Eyja á morgun eins og stefnt hafði verið að. Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir að fara þurfi betur yfir ákveðin atriði áður en nýja ferjan sigli af stað. Þangað til verði sú gamla að duga. Meira »

Vilji til að takmarka jarðakaup auðmanna

Í gær, 19:47 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir breiðan pólitískan vilja til að takmarka jarðakaup auðmanna hér á landi. Það sé skýrt að ekki eigi að líta á land eins og hverja aðra vöru eða þjónustu. Meira »

Eldur kviknaði í út frá eldamennsku

Í gær, 19:43 Eldur kviknaði í út frá eldamennsku í tveimur húsum á höfuðborgarsvæðinu í dag með nokkurra klukkustunda millibili. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í útkall á Seljaveg í Reykjavík fyrir hádegi og eftir hádegið gerðist slíkt hið sama í Þverholti í Mosfellsbæ. Meira »
Ertu að spá í framtíðinni? spamidill.is
Einkatímar í spámiðlun og Reiki heilun. í persónu eða gegnum svarbox spamidill.i...
Sprautulökkun
Ónotað síubox til sölu, stærð breidd 241 cm, dýpt 78 cm og hæð 115 cm + plús gri...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Legupressur 50 Tonna
Everet UK Legupressur 50 T Loft/glussadrrifnar og einnig hægt að handtjakka. Gæ...