Semji beint við HS orku

Árni Sigfússon.
Árni Sigfússon.

Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir úr því að forystumenn ríkisstjórnarinnar hafi áhuga á stytta leigutíma HS orku á auðlindum og vilji hugsanlega taka fyrirtækið eignarnámi, væri eðlilegast að ríkið keypti auðlindina af Reykjanesbæ og semdi síðan beint við HS orku.

Árni segir að svo virðist sem það hafi að stórum hluta gleymst í umræðunni um HS orku og Magma að bæjarfélagið fái ríkulegt auðlindagjald að þeim auðlindum sem Magma fékk yfirráð yfir til 65 ára með möguleika á framlengingu um 65 ár, þegar félagið keypti HS orku. Þá skapi orkan mörg hundruð vel launuð störf hérlendis.

Í sameiginlegri yfirlýsingu framsóknarmanna og sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Reykjanesbæjar í dag að bjóða ríkinu að kaupa land og auðlindir sem HS orka nýtir til orkuframleiðslu.

Reykjanesbær fær nú 40 milljónir í leigutekjur af ári vegna orkunnar sem beisluð er í Reykjanesvirkjun og fær 70 milljónir verði að fyrirhugaðri stækkun, að sögn Árna.

Gagnrýni á að Magma ráði nú yfir HS orku hefur ekki síst beinst að því að nú mun erlent fyrirtæki ráða yfir orkuauðlindum á Reykjanesi til næstu 65 ára og getur framlengt til 65 ára í viðbót. Arðurinn renni því úr landi.
Í samtali við mbl.is sagði Árni að úr því að forystumenn ríkisstjórnarinnar hefðu áhuga á stytta leigutímann og hefðu lýst því yfir að hugsanlega yrði HS orka tekin eignarnámi, væri eðlilegast að ríkið keypti auðlindina af Reykjanesbæ og semdi síðan beint við HS orku, í stað þess að notast hugsanlega við valdboð.

HS orka á tvær virkjanir; í Svartsengi og Reykjanesvirkjun. Reykjanesbær fær auðlindagjald vegna Reykjanesvirkjunar.  „Reykjanesvirkjun framleiðir 100 MW. Hún selur þessa orku til álvers á Grundartanga. Þar starfa á annað þúsund Íslendingar. Hvernig er hægt að fullyrða að arðurinn fari úr landi. Sveitarfélagið fær auðlindagjald og hins vegar er verið að nýta orkuna í þágu íslenskra starfsmanna sem hafa laun vel yfir meðallaunum. Hvort eigandi virkjunarinnar hafi arð af virkjuninni, það er sjálfsagt mál. Annars myndi hann ekki leggja í þá áhættu sem virkjunin er,“ sagði Árni.

Koma yrði í ljós hvort ríkinu finnist þetta áhugaverður kostur. „Auðlindin er ekki gjöf. Við keyptum hana og höfum byggt upp hugmyndafræði í kringum auðlindagjaldið. Fyrir hana verður að koma verð sem við getum nýtt til að lækka okkar skuldir. Við verðum áfram með skipulagsvaldið á þessu svæði og höfum því ekki áhyggjur af því að afsala okkur einhverju sem hefur áhrif á hagsmuni samfélagsins,“ sagði hann.

Árni benti ennfremur á að Magma hefði aldrei átt auðlindina undir virkjunum HS orku. Auðlindin hefði verið farin úr eignasafni HS orku þegar Magma keypti hlut sinn í HS orku. Þegar uppskiptingin varð á virkjanahluta og dreifingarhluta árið 2008, að tillögu Samfylkingarinnar í þáverandi ríkisstjórn, hefði Reykjanesbær lagt áherslu á að kaupa alla auðlindina af HS orku, þ.e. virkjanahlutanum, áður en bærinn seldi sinn hlut í fyrirtækinu til Geysis Green Energy.

 Reykjanesbær hefði með þessu eignast land og auðlindir undir virkjun á Reykjanesi og Grindavík eignast land og auðlindir undir virkjun í Svartsengi. Reykjanesbær hefði líka keypt líka meirihluta í dreifingarfyrirtækinu HS veitum og eigi nú 67% í því fyrirtæki. Síðan seldu GGE og Orkuveitan eignarhluti sína í HS orku til Magma, en þá hefði auðlindin einmitt þegar verið komin í eigu Reykjanesbæjar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vilja þvinga „of unga“ íbúa úr blokkinni

Í gær, 22:01 Margir íbúar Grindavíkur eru gáttaðir á framgöngu forsvarsmanna húsfélags 50+ blokkarinnar Suðurhóp 1 í Grindavík sem boðuðu í lok síðustu viku til húsfélagsfundar til þess að vísa hjónum og syni þeirra úr íbúð sinni. Meira »

Jarðgöngin aftur rannsökuð í ár

Í gær, 21:32 Ekkert var unnið að rannsóknum á gerð jarðganga milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar á síðasta ári. Óvíst er hvort þau verði í nýrri samgönguáætlun. Meira »

Tveggja sólarhringa seinkun frá París

Í gær, 20:55 Tveggja sólarhringa seinkun er orðin á flugi Icelandair frá París til Keflavíkur. Vél sem átti að fljúga frá París til Keflavíkur um hádegisbil í gær er á áætlun um hádegi á morgun en verulegar tafir hafa orðið á viðgerð vélarinnar. Þetta staðfestir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Meira »

Allt um aksturskostnað á nýjum vef

Í gær, 20:24 Upplýsingar um aksturskostnað alþingismanna verða birtar á nýrri vefsíðu sem til stendur að búa til. Þetta kom fram á fundi forsætisnefndar Alþingis í dag. Meira »

Torfærutæki beisluð á fjöllum

Í gær, 19:41 „Þetta byrjaði nú allt saman þegar ég ákvað að gera smá grín að félaga mínum sem þá var búinn að grafa sig fastan í einhverjum pirringi og komst hvergi. Þá tók ég upp spjaldtölvu og tók við hann smá viðtal og í framhaldi af því bjó ég til þessa síðu – menn verða jú að hafa gaman af lífinu.“ Meira »

Um 60 skjálftar yfir 3 í dag

Í gær, 19:34 Alls hafa um sextíu jarðskjálftar yfir 3 á stærð mælst við Grímsey frá miðnætti. Frá klukkan 17 á laugardaginn hafa skjálftarnir verið 71 talsins. Meira »

Vex aldrei upp úr hlutverkinu

Í gær, 18:42 Hápunktur hvers skólaárs í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ er leiksýning sem Leikfélagið Verðandi setur upp í tengslum við árshátíðina. Í ár taka um eitt hundrað nemendur þátt í söngleiknum Pétur Pan, þar af þrjátíu sem leika, syngja og dansa. Meira »

Íbúar steyptu fyrstu metrana sjálfir

Í gær, 18:55 Borgfirðingar eru orðnir langþreyttir á óviðunandi ástandi í vegamálum en þeir komu í dag saman í Njarðvíkurskriðum og steyptu um þriggja metra langan vegakafla. Annar af skipuleggjendum viðburðarins segir að með gjörningnum vilji heimamenn senda stjórnvöldum skilaboð um að vegurinn sé gjörónýtur. Meira »

Bankasýslan gefur ráðherra grænt ljós

Í gær, 18:37 Bankasýsla ríkisins sendi í dag tillögu til fjármála- og efnahagsráðherra um að selja Kaupskilum ehf. 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka hf. vegna nýtingar á kauprétti félagsins samkvæmt hluthafasamkomulagi frá árinu 2009. Meira »

Dill heldur Michelin-stjörnunni

Í gær, 18:22 Kári Þorsteinsson, sem tók við sem yfirkokkur á Dill um síðustu áramót, hefur tekið við staðfestingu á að veitingastaðurinn heldur Michelin-stjörnu sinni. Meira »

Framboð Íslands samþykkt

Í gær, 17:52 Framboð Íslands um setu í framkvæmdastjórn UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, fyrir tímabilið 2021 til 2025 var samþykkt á ríkisstjórnarfundi síðastliðinn föstudag. Meira »

Ætla að endurskipuleggja Airwaves

Í gær, 17:39 Nýir eigendur Iceland Airwaves hátíðarinnar segjast ætla að finna hjarta hátíðarinnar, fara aftur í ræturnar og aðgreina hana meira frá öðrum hátíðum með því að horfa á tónlistarmenn morgundagsins en færa sig frá því að fá stærri bönd. mbl.is ræddi við Ísleif Þórhallsson um framtíð hátíðarinnar. Meira »

Vilja aukið frelsi á leigubílamarkaði

Í gær, 17:38 Afnema þarf hámarksfjölda leigubílaleyfa á Íslandi og fækka kvöðum fyrir veitingu slíkra leyfa. Þetta sagði Hanna Katrín Friðriksson þingmaður í umræðum um frelsi á leigubílamarkaði á Alþingi fyrr í dag. Meira »

Íshestar ehf. greiði 15 milljónir

Í gær, 17:25 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt fyrirtækið Íshesta ehf. til að greiða Hjalta Gunnarssyni tæpar 15 milljónir króna, auk dráttarvaxta, ásamt 850 þúsund krónum í málskostnað. Meira »

Skoða að jafna fargjöld Herjólfs

Í gær, 16:55 „Þegar ekki er siglt í Landeyjahöfn er ekki nóg með það að siglingatíminn sexfaldist í vetrarbrælunum sem ríkja, heldur þrefaldast fargjaldið líka,“ sagði Páll Magnússon á Alþingi í dag. Samgönguráðherra tók jákvætt í fyrirspurn hans um efnið og sagði málið til skoðunar í ráðuneytinu. Meira »

Fimm í úrslit í Kokki ársins

Í gær, 17:34 Undanúrslit í keppninni Kokkur ársins 2018 fóru fram á Kolabrautinni í Hörpu í dag. Átta keppendur tóku þátt og komast fimm þeirra áfram til keppni í úrslitum sem verða næstkomandi laugardag. Meira »

Töluvert um hálkuslys

Í gær, 17:15 Töluvert hefur verið um það að fólk hafi leitað á slysadeild Landspítala vegna hálkuslysa. Um 12 manns höfðu leitað á deildina þegar mbl.is náði tali af Bryndísi Guðjónsdóttur, deildarstjóra bráða- og göngudeildar, en fór fjölgandi. Meira »

Ekið á gangandi vegfaranda á Hlíðarbraut

Í gær, 16:20 Ekið var á gangandi vegfaranda á Hlíðarbraut á Akureyri um fjögurleytið í dag. Sjúkrabíll flutti vegfarandann til aðhlynningar og skoðunar á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Meira »