Samkeppnisstaða versnar vegna hækkandi eldsneytisverðs

Höfuðstöðvar 3X á Ísafirði.
Höfuðstöðvar 3X á Ísafirði. mynd/bb.is

Síhækkandi eldsneytisverð hefur skaðað samkeppnishæfni landsbyggðarinnar verulega og þá sérstaklega útflutningsfyrirtæki sem þurfa að koma afurðum sínum á markaði erlendis.

„Á undanförnum árum hafa mörg iðnfyrirtæki horfið af sjónarsviðinu hér vestra og með þeim yfir 300 störf,“ segir Jóhann Jónasson, framkvæmdastjóri 3X Technology á Ísafirði við vefinn bb.is.

„Nú er svo komið að það er orðið verulega óhagstætt að hafa iðnfyrirtæki starfandi á landsbyggðinni. Sér í lagi þegar horft er til síhækkandi eldsneytisverðs sem hefur áhrif á flutningsgjöld og þar með skakka samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem þurfa að flytja til sín aðföng og frá sér tilbúnar vörur á markaði erlendis. Samkeppnisstaða landsbyggðarfyrirtækja gagnvart fyrirtækjum á Reykjavíkursvæðinu og síðan gagnvart fyrirtækjum í Evrópu hefur farið hríðversnandi,“ segir Jóhann.  

Frétt bb.is

mbl.is

Bloggað um fréttina