Grundarfjörður fullur af síld og hvölum

Háhyrningar í Grundarfirði í dag.
Háhyrningar í Grundarfirði í dag. mynd/Tómas Freyr Kristjánsson

Mikið af hval, hnísum og háhyrningum hefur verið inni í Grundarfirði í gær og dag en þar er einnig allt morandi í síld. 

Hafsteinn Garðarsson, hafnarvorður í Grundarfirði segir við vef Skessuhorns að hann hafi talið um tuttugu hvali við bryggjuna í gær og þeir séu ekki færri í dag. Segir hann að hvalirnir hafi nóg æti í firðinum, jafnvel enn meira í Kolgrafarfirði, og þess vegna sæki þeir svo nálægt landi. 

Hafsteinn segir að margt fólk hafi safnast saman við bryggjuna til að fylgjast með hvölunum sem sjáust greinilega frá höfninni. 

Skessuhorn.is

mbl.is