Meirihluti vill leyfa staðgöngumæðrun

Sæðisfrumur.
Sæðisfrumur.

Mikill meirihluti landsmanna vill að heimilt verði að nýta sér þjónustu staðgöngumæðra hér á landi. Samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins eru 85% þeirrar skoðunar en 15% þeirra, sem tóku afstöðu, vilja að staðgöngumæðrun verði áfram bönnuð.

Tæplega 24% þátttakenda í könnuninni vilja  leyfa staðgöngumæðrun án skilyrða og 61% til viðbótar vill leyfa staðgöngumæðrun, en aðeins í velgjörðarskyni.

Heldur fleiri konur en karlar vilja leyfa staðgöngumæðrun, og yngra fólk er talsvert líklegra en þeir sem eldri eru til að vilja leyfa staðgöngumæðrun.

mbl.is