Ætti að láta af tilraunastarfsemi

Atkvæði talin í kosningunum tili stjórnlagaþings.
Atkvæði talin í kosningunum tili stjórnlagaþings. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Mér þykir einsýnt að láta eigi af svona tilraunastarfsemi við endurskoðun stjórnarskrárinnar enda hefur ekkert ríki gert þetta þannig,“ segir Óðinn Sigþórsson, bóndi í Einarsnesi í Borgarfirði, sem var einn þriggja kærenda stjórnlagaþingskosninganna.

„Sem margreyndum kjörstjórnarmanni varð mér strax ljós að ef ekki væru ákvæði í lögum um stjórnlagaþing um að haga mætti kosningunum á þann hátt sem gert var, væri það ekki í lagi. Niðurstaða Hæstaréttar er því mjög eðlileg og rökrétt, miðað við það hvernig staðið var að kosningunum,“ segir Óðinn.

Hann telur að með niðurstöðu sinni sé Hæstiréttur að veita áminningu um að fara eigi eftir lögum þegar þau eru framkvæmd.

Óðinn Sigþórsson
Óðinn Sigþórsson
mbl.is