Krefst svara stjórnvalda

Inga Lind Karlsdóttir.
Inga Lind Karlsdóttir.

„Ég vil fá svör frá stjórnvöldum sem allra fyrst um hvernig þau ætli að bregðast við þessum dómi,“ segir Inga Lind Karlsdóttir, ein þeirra sem kjörin var á stjórnlagaþing. Frambjóðendur hafi hafi fórnað tíma og fé í kosningabaráttu, þeir þurfi að fá svör um hvað niðurstaðan þýðir.

„Við sem töldum okkur hafa verið kjörin á þetta þing erum búin að fórna miklum tíma og peningum í bæði kosningabaráttu og undirbúning undir þingið. Margir hafa hætt við fyrirhugaða hluti eins og vinnu eða nám. Ég veit að sumir hafa jafnvel ætlað að færa til búsetu. Við þurfum að fá svör. Erum við að fara í aðra kosningabaráttu? Á að fresta þinginu um ókominn tíma? Enginn hefur haft samband við okkur,“ segir Inga Lind.

Hún segist óttast að nú hafi glatast dýrmæt tækifæri sem fólk taldi sig hafa í höndunum með stjórnlagaþingi.

mbl.is