Réttar ákvarðanir í hruninu

Þorvaldur Gylfason.
Þorvaldur Gylfason. mbl.is/Golli

Bandaríska fréttastofan PBS ræddi við Þorvald Gylfason hagfræðiprófessor í úttekt sinni á fjármálum Evrópuríkja, sem sýnd var á sjónvarpsstöðinni í gærkvöldi. Þar er Þorvaldur spurður hvers vegna Ísland sé nú að rísa úr öskustónni fyrr en önnur Evrópulönd, á meðan skuldakreppan geysar sem aldrei fyrr á Írlandi.

Þorvaldur segir að það megi þakka því að íslensk stjórnvöld hafi tekið nokkrar réttar ákvarðanir um það leyti sem bankahrunið varð og nefnir sérstaklega að miklu hafi skipt að fá Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til að lána íslenska ríkinu.

Í úttektinni er einnig rætt við fleiri hagfræðinga og viðrar írskur hagfræðingur þá skoðun sína að greiðslufall ferði á skuldum Írlands. Það versta við stöðuna í fjármálakerfi Evrópu sé að enginn viti nákvæmlega hversu illa farið það sé.

Í úttektinni er áhersla lögð á það að Ísland skeri sig úr, fyrst það ákvað að ábyrgjast ekki allar skuldbindingar gamla bankakerfisins, heldur að láta gömlu bankana falla.

Horfa má á úttektina hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert