Maria Amelie verði Íslendingur

Madina Salamova sem er þekkt undir höfundarnafninu Marie Amelie í …
Madina Salamova sem er þekkt undir höfundarnafninu Marie Amelie í Noregi.

Í frumvarpi sem dreift var á Alþingi í dag leggja þeir Árni Johnsen og Sigmundur Ernir Rúnarsson það til að Maria Amelie, sem heitir í raun Madina Salamova, fái íslenskan ríkisborgararétt. Henni var nýlega vísað frá Noregi, hvar hún hafði búið frá árinu 2002 sem ólöglegur innflytjandi.

Mál Maria, sem er 25 ára, hefur vakið mikla athygli í Noregi, en hún kom til Noregs með foreldrum sínum frá Norður-Ossetíu í Rússlandi. Hún var send aftur til Rússlands nýverið, þó hún segist engan þekkja þar.

Flutningsmennirnir tveir segja í greinargerð að þessi framkoma Norðmanna sé ekki „stórmannleg.“ Þeir segja mál Maria Amelie, „eins og hún kallar sig, sérstakt ef ekki einstakt og það þurfi að meðhöndlast sem slíkt. Hún talar einstaklega fagra norska tungu af útlendingi að vera.“

„Með þessari tillögu er lögð áhersla á íslenska orðið vinarþel, sem erfitt er að þýða á önnur tungumál, en ætti að búa í hjörtum Norðmanna. Íslendingum ætti að vera í lófa lagið að taka af skarið í þessum efnum þegar aðra skortir bæði þrek, þor og skilning á orðinu vinarþel.“

mbl.is

Bloggað um fréttina