Hreifst af Ólafi Ragnari

Forseti Íslands gerði lukku í Davos
Forseti Íslands gerði lukku í Davos Kristinn Ingvarsson

„Hvernig getur svona hæfur þjóðhöfðingi komið frá svona agnarlitlu landi?“ spyr Ian Bremmer í pistli á vefsíðu tímaritsins Foreign Policy. Bremmer segist hafa eytt tíma með forseta Íslands á efnahagsráðstefnunni í Davos og hrifist mjög af honum.

Bremmer er stofnandi og forstjóri Eurasia Group, sem sérhæfir sig í mati á pólitískri áhættu. Hann ræddi við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, um viðbrögð við tveimur áföllum - hruni fjármálakerfisins og eldgosinu í Eyjafjallajökli. „Við ættum að fá hann til þess að vera forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins,“ segir Bremmer í léttum dúr.

Hann tekur einnig til þess að Ólafur sé greinilega mikið fyrir ananas.

Pistill Bremmer

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert