Vilja að börn fái að fara í ljós

Síðastliðin áramót gengu í gildi lög þess efnis að fólki, sem er yngra en 18 ára, eru óheimil afnot af sólarlömpum, í öðrum tilgangi en læknisfræðilegum.

Að sögn forsvarsmanna nokkurra sólbaðsstofa sem haft var samband við, hefur aldurstakmarkið ekki mikil áhrif haft á reksturinn en eftirspurn eftir svokallaðri brúnkusprautun hefur aukist verulega.

Borið hefur á því að foreldrar hafi haft samband við sólbaðsstofur og lýst yfir óánægju sinni  með þetta aldurstakmark, þeir vilja að börn þeirra fái að stunda ljósabekki að vild, óháð aldri.

mbl.is

Bloggað um fréttina