Hótað fyrir að kæra kosninguna

Kosið til Stjórnlagaþings á Kjarvalsstöðum
Kosið til Stjórnlagaþings á Kjarvalsstöðum mbl.is/Golli

„Mér bárust smáskilaboð sem ég geri ekki mikið úr. Mér skilst að aðrir hafi fengið þau líka. Í þeim kom fram að ég skyldi hafa verra af. Þetta hreyfði ekki mikið við mér. Ég verð að segja það.

Mér varð hins miklu meira um þegar ég varð áskynja viðbragða innanríkisráðherra og ummæla hans um dóm Hæstaréttar. Mér fannst þau mun alvarlegri,“ segir Óðinn Sigþórsson, einn kærenda vegna framkvæmdar stjórnlagaþings, um hótun sem honum barst eftir að Hæstiréttur ógilti kosninguna.

Skafti Harðarson bauð sig einnig fram og kærði svo framkvæmdina. Honum barst hótun á bloggsíðu sína þar sem sagði: „Skafti! Þetta gleymist aldrei og við náum okkur niður á ykkur [...] ef við verðum af þessum kosningum.“

Þorgrímur S. Þorgrímsson kærði einnig framkvæmd kosninganna en sama dag og Hæstiréttur ógilti þær, eða síðdegis á þriðjudag, fékk hann smáskilaboð í gegnum ja.is, vef símaskrárinnar. Þau hljóðuðu svo: „Þú og þinn sérhagsmunahópur mun aldrei komast upp með þetta. Þú munt sjá eftir þessu. Þetta snýst um þig og framtíðina.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »