Ákvörðun Hæstaréttar endanleg

Víst þykir að ákvörðun Hæstaréttar sé endanleg.
Víst þykir að ákvörðun Hæstaréttar sé endanleg. mbl.is/Ómar

Sigurður Líndal lagaprófessor telur að ákvörðun Hæstaréttar um ógildingu kosninganna til stjórnlagaþings sé endanleg. Það segi sig eiginlega sjálft úr því að ákveðið var í lögum að beina skyldi kærum til Hæstaréttar.

Í lögunum um stjórnlagaþing er kveðið á um að þeir sem ekki telja að farið sé að lögum við kosninguna geti kært til Hæstaréttar sem skeri úr um gildi hennar.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að þeirri spurningu hafi verið varpað fram, meðal annars á opnum fundi lagadeildar Háskóla Íslands um ógildingu Hæstaréttar á kosningunum sem haldinn var í gær, hvort ákvörðun Hæstaréttar væri endanleg eða hvort landskjörstjórn, innanríkisráðuneyti, umboðslausir stjórnlagaþingsfulltrúar eða almennir kjósendur gætu höfðað ógildingarmál fyrir dómstólum.

Engin ákvæði eru um það í lögunum að ákvörðun Hæstaréttar sé endanleg. Þá kom skýrt fram við málareksturinn í Hæstarétti að ekki væri um réttarhöld eða dóm að ræða, heldur ákvörðun. Sigurður Líndal telur þó að úr því að sú skipan var höfð á málum að fela Hæstarétti þetta hlutverk hljóti það eðli málsins samkvæmt að vera endanleg ákvörðun. „Önnur skipan mála væri að mínum dómi fjarstæðukennd því ég fæ ekki séð hvaða aðili ætti að vera settur yfir Hæstarétt til þess að taka ákvörðun um slíka kæru,“ segir Sigurður.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert