Ekki réttarstaða grunaðs

Tölvan sem fannst á Alþingi.
Tölvan sem fannst á Alþingi. mbl.is/Júlíus

Morgunblaðið birti á vef sínum 31. janúar 2011 athugasemdir lögmanns Inga Freys Vilhjálmssonar vegna tilgreindrar greinar Agnesar Bragadóttur blaðamanns.

Blaðið birti einnig á vef sínum 1. febrúar 2011 tölvupóst sama lögmanns, þar sem fram kemur svar Björgvins Björgvinssonar hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Þar kemur fram að Ingi Freyr Vilhjálmsson hafi ekki fengið stöðu grunaðs manns, eins og haldið var fram í frásögn blaðamannsins 31. janúar sl. Því er ljóst að ofsagt var um það atriði í greininni um rannsókn á gagnastuldarmáli og svokölluðu „njósnatölvu“-máli.

Biðja blaðamaðurinn og ritstj. hlutaðeigendur velvirðingar á því sem þarna var missagt.

Ritstj. Morgunblaðsins

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert