Óánægja kemur ekki á óvart

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki koma á óvart að einhverjir verði ósáttir við þá niðurstöðu fulltrúa flokksins í fjárlaganefnd að það þjóni hagsmunum þjóðarinnar best að ljúka Icesave-málinu á þeim grunni sem nú liggur fyrir. Einstakir sjálfstæðismenn hafa í dag lýst óánægju sinni með afstöðu flokksins.

„Í þingflokki Sjálfstæðisflokksins hefur verið breið samstaða um þetta,“ segir Bjarni. Hann segir það ekki með nokkrum fögnuði gert að menn taki þátt í því að leggja skuldbindingar á þjóðina.

„Það kemur mér því ekki á óvart að einhverjir verði ósáttir við þessa niðurstöðu. En þegar menn hafa ígrundað málið jafn gaumgæfilega og við höfum gert og sannfærst um að það þjóni hagsmunum þjóðarinnar best að ljúka þessu svona. og eftir þann gríðarlega mikla árangur sem náðst hefur með því að spyrna við fótum gegn þeim hugmyndum sem ríkisstjórnin hefur haldið á lofti, þá er ég sannfærður um að það er verið að gera rétt,“ segir hann.

„Okkar barátta í þessu máli hefur haft grundvallaráhrif á að kollvarpa fyrri áætlunum ríkisstjórnarinnar í málinu og hennar skömm er mikil og ævarandi fyrir það hvernig hún gekk fram. Það er vegna framgöngu okkar hér í þinginu sem þessi árangur hefur náðst og við erum að fylgja þeim árangri eftir,“ segir Bjarni.

Fráleitt að við séum að skipta um skoðun

Spurður hvort sjálfstæðismenn séu ekki að taka nýja stefnu í Icesave-málinu, neitar Bjarni því. „Það er mjög góð spurning og einhverjir velta því fyrir sér. Skoðum sögu málsins. Ég var þeirrar skoðunar strax á haustdögum ársins 2008 að það ætti að leita sátta um lausn þessa máls. Samningsstaða okkar í viðræðum við Breta og Hollendinga mótast af því að við teljum okkur ekki hafa lagalega skuldbindingu. Það er engin skýr lagaleg skuldbinding til að veita ríkisábyrgð fyrir lágmarkstryggingunni. Þessa stöðu hafði ríkisstjórnin gefið eftir í fyrri samningum. En eftir að þjóðin reis upp gegn þeirri niðurstöðu, þá voru viðmælendur okkar knúðir til þess að gefa eftir og þeir hafa gert það stórkostlega frá fyrri hugmyndum.

Vaxtalækkunin ein og sér er hátt í 200 milljarðar miðað við fyrri samning. Það er óumdeilanlegt að þessi samningur ber með sér að ríkin eru hvert um sig að leggja sitt af mörkum til þess að ljúka deilunni. Þess vegna finnst mér það fráleitt að halda því fram að við séum að skipta um skoðun. Við erum að styðja við samning sem við sögðum að væri hægt að ná í upphafi,“ segir Bjarni.

Hagsmunamat ræður

-En eftir stendur að ekki er skýr lagaleg skuldbinding fyrir ríkisábyrgðinni?

„Það er hagsmunamat sem ræður því hvort menn vilja láta reyna á réttarstöðu sína eða ganga að þeim skilmálum sem hér hefur samist um. Það hefur aldrei neitt annað vakað fyrir mér í þessu máli en að vinna þjóðinni gagn og standa þannig að málinu að það þjóni hagsmunum almennings best,“ segir Bjarni.

Aðspurður hvort hann hafi orðið var við óánægju innan Sjálfstæðisflokksins í dag vegna þessarar niðurstöðu þingmanna flokksins og hvort hann hafi áhyggjur af áhrifum þessa innan Sjálfstæðisflokksins segist Bjarni hafa orðið var við einhverja óánægju vegna þessarar afstöðu.

„Ég ber fulla virðingu fyrir því að sumir vilji láta reyna á réttarstöðu okkar með því að hafna þessum samningum og slíta samskiptum við Bretland og Holland. Ég hef skoðað þann valkost mjög gaumgæfilega og ég tel að þetta sé skynsamlegri leið.“

mbl.is

Innlent »

Sóley aðstoðar Ásmund

09:25 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur ráðið Sóleyju Ragnarsdóttur aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Meira »

Samstarfsnefnd um sóttvarnir fundar

09:10 Stjórnskipuð samstarfsnefnd um sóttvarnir mun funda í dag vegna jarðvegsgerla sem hafa mælst í neysluvatni í Reykjavík.  Meira »

Spurt & svarað um neysluvatn

08:21 Á vef Veitna eru birtar spurningar og svör um neysluvatn og mengun af völdum jarðvegsgerla. Það er því m.a. svarað hvort jarðvegsgerlar séu hættulegir. Meira »

Skyrið í 20 tonna útrás

08:18 Áætlanir gera ráð fyrir að í ár verði seld yfir 20 þúsund tonn eða um 120 milljón dósir af skyri víða um heim. Salan hefur aukist með hverju árinu og ýmislegt er í farvatninu, en skyr er nú markaðssett undir alþjóðlega vörumerkinu ÍSEY skyr. Meira »

Miklar tafir á umferð vegna slyss

08:17 Þrír eru slasaðir eftir tveggja bíla árekstur á mótum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar (við golfæfingasvæðið Bása í Grafarholti). Búast má við miklum töfum á umferð. Meira »

Áform uppi um gagnaver á Grundartanga

07:57 Franskir aðilar áforma að reisa og reka gagnaver á Grundartanga, en heimild var gefin á fundi stjórnar Faxaflóahafna síðasta föstudag, að tímabundnu vilyrði fyrir skilyrtri úthlutun lóðanna Tangavegur 9 og Tangavegur 11, til byggingar og reksturs gagnavers. Meira »

Vonskuveður á leiðinni

07:21 Hríðarbakki með hvössum norðvestan vindi og jafnvel stormi allt að 18-22 m/s stefnir á Vestfirði, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en veginum um Súðavíkurhlíð var lokað snemma í morgun. Mjög hefur snjóað þar í alla nótt. Veðrið versnar mjög um níuleytið. Meira »

Farþegum fjölgar en ferðavenjur eins

07:37 Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, telur samning Reykjavíkurborgar og ríkisvaldsins um árlegt eins milljarðs króna framlag ríkisins til samgöngubóta hafa verið mikilvægan. Meira »

Veginum lokað vegna snjóflóðahættu

05:55 Vegagerðin hefur lokað veginum um Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Mjög hefur snjóað fyrir vestan í nótt að sögn varðstjóra í lögreglunni á Ísafirði. Spáð er hvassri norðvestanátt með snjókomu eða éljum og erfiðum akstursskilyrðum norðvestan- og vestanlands í dag, fyrst á Vestfjörðum. Meira »

Davíð Oddsson sjötugur

05:30 Davíð Oddsson ritstjóri verður sjötugur á morgun, miðvikudaginn 17. janúar. Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins, mbl.is og K100, mun af því tilefni halda afmælishóf honum til heiðurs í húsakynnum félagsins í Hádegismóum. Meira »

Pattstaða uppi hjá kennurum

05:30 „Það er í raun bara alger pattstaða uppi og lítið annað að frétta en það að við ætlum að funda hjá ríkissáttasemjara,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, í samtali við Morgunblaðið. Meira »

Eiríkur situr ekki áfram

05:30 Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, ætlar ekki að sækjast eftir embættinu áfram að loknum bæjarstjórnarkosningum. Meira »

Skoða næringu mæðra á meðgöngu

05:30 Næring móður á meðgöngu getur haft áhrif á framtíðarhorfur barnsins sem fullorðins einstaklings.  Meira »

Vilja bjóða nemendum aukið val

05:30 „Tillagan felur í sér að nemendum verði gefinn kostur á að taka unglingastigið, þ.e. 8. til 10. bekk, á tveimur árum kjósi þeir það.“ Meira »

Íbúar á Seltjarnarnesi sjóði neysluvatn

00:22 Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis segir að fjölgun jarðvegsgerla hafi mælst í kalda vatninu á Seltjarnarnesi eins og í sumum hverfum í Reykjavík sem fá vatn úr ákveðnum borholum í Heiðmörk. Í varúðarskyni mælir eftirlitið með því að neysluvatn á Seltjarnarnesi sé soðið fyrir viðkvæma neytendur. Meira »

Um 43% hærri en árið 2013

05:30 Tekjur sveitarfélaganna af útsvari voru um 178 milljarðar í fyrra. Það er 10,5% aukning frá 2016 og um 43% aukning frá árinu 2013. Meira »

1% nemenda ógnar og truflar mjög

05:30 Um 1% nemenda í grunnskólum Reykjavíkur sýnir öðrum nemendum og starfsfólki skólanna ógnandi hegðun. Þau valda töluverðri truflun á skólastarfi og þau úrræði sem hingað til hafa verið reynd hafa ekki dugað sem skyldi. Meira »

Veitur leiðrétta lista yfir hverfi

Í gær, 22:50 Veitur hafa sent frá sér tilkynningu þar sem birtur er leiðréttur listi yfir þau hverfi sem fá vatn úr þeim hluta veitukerfisins þar sem mælst hefur aukinn fjöldi jarðvegsgerla. Hverfin eru öll hverfi Reykjavíkur vestan Elliðaáa auk Bryggjuhverfis, Grafarvogs utan Húsahverfis, Ártúnshöfða, Kjalarness sem og Seltjarnarness. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Kolaportið alltaf gott veður !
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirliggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLI...
 
L helgafell 6018011019 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...