Rætt um aðra kosningu

Frá fundi forustumanna flokkanna í gær.
Frá fundi forustumanna flokkanna í gær. mbl.is/Golli

„Málið er ekki komið á það stig að við höfum tekið endanlega afstöðu til einstakra valkosta. Það er verið að skoða þessi mál. Svarið er einfalt: Málið er í skoðun og í samræðum hjá forystumönnum flokkanna og innan þingsins.“

Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í Morgunblaðinu í dag um afstöðu VG til næstu skrefa í stjórnlagaþingsmálinu í kjölfar fundar fulltrúa stórnmálaflokkanna um málið í gær.

Hann tjáði sig ekki um hvort hann vildi aðrar stjórnlagaþingskosningar en sagði VG fylgjandi þinginu.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, form. Framsóknar, sagði líkur á að Alþingi skipaði nefnd þeirra 25 sem tilkynnt var að náð hefðu kjöri til þingsins hafa minnkað.

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, telur einnig að líkurnar á að kjörmennirnir 25 verði skipaðir til starfa hafi farið minnkandi.

„Þetta er í sjálfu sér engin niðurstaða. Þetta er verk sem forsætisráðherra vill láta vinna til að meta kostina í stöðunni. Málið hefur ekki tekið neina stefnu þó svo að nefndin hafi verið skipuð,“ sagði Bjarni Benediktsson, form. Sjálfstæðisflokksins.  
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert