Telur ólíklegt að bóluefni valdi drómasýki

Sóttvarnalæknir segir, að telja verði mjög ólíklegt að bólusetning við svínaflensu valdi drómasýki í ungmennum.

Á vef landlæknisembættisins er fjallað um frétt frá finnskum heilbrigðisyfirvöldum, um að rannsókn bendi til að bólusetning barna og unglinga með Pandemrix bóluefni hafi líklega átt þátt í drómasýki hjá unglingum þar í landi.

Segist sóttvarnalæknir vilja árétta, að þessi tengsl hafi einungis sést í Finnlandi en  ekki hér á landi, né heldur í Svíþjóð, Noregi eða Danmörku eða annars staðar.

Fram kemur, að rúmlega 30 milljónir einstaklinga hafi nú verið bólusettir með Pandemrix í heiminum og tengsl drómasýki við bólusetninguna hafi hvergi sést nema í Finnlandi. Því megi telja mjög ólíklegt að bólusetningin valdi drómasýki. 

Líkur á að svínaflensulyf eigi þátt í svefnsýki

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert