Gæti gosið innan árs

Þyrping rauðra hringja ofarlega í Vatnajökli sýnir staðfesta jarðskjálftavirkni frá …
Þyrping rauðra hringja ofarlega í Vatnajökli sýnir staðfesta jarðskjálftavirkni frá mánudeginum 31. janúar 2011 til dagsins í dag 6. febrúar 2011. Yfirfarið kort af vef Veðurstofunnar

Jarðskjálftar sem mældust  rétt sunnan við Kistufell í nótt eru hluti af jarðskjálftahrinu sem er á svipuðum slóðum og  jarðskjálftahrina norðaustan í Bárðarbungu sem mældist einnig í lok árs 2010 fyrir nokkrum vikum síðan.

Að sögn Sigurlaugar Hjaltadóttur, jarðeðlisfræðings á Veðurstofu Íslands hefur verið virkni á þessu svæði af og til undanfarna mánuði og því er fylgst vel með Bárðarbungu og Grímsvötnum.

Þegar spurt er um tengsl aukinnar virkni á þessu svæði við eldvirkni segir Sigurlaug að skjálftarnir séu enn á miklu dýpi. Meðan þeir fari ekki að grynnast þurfi ekki að spá gosi strax. En með aukinni jarðskjálftavirkni í norðvestanverðum Vatnajökli sé meiri hætta á gosi á næsta ári eða jafnvel innan árs. Það er fylgst vel með svæðinu.

Í þessari viku hafa mælst um 40 skjálftar á svæðinu og var sá stærsti upp á 3,4 þann 3. febrúar sl. Í nótt mældust þeir stærstu upp á um 2,6 en síðan hafa verið að tínast inn smáskjálftar.

mbl.is

Bloggað um fréttina